Guðfinna Björnsdóttir (Kirkjubóli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. október 2022 kl. 16:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. október 2022 kl. 16:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðfinna Björnsdóttir (Kirkjubóli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðfinna Súsanna Björnsdóttir frá Kirkjubóli á Kirkjubæ, húsfreyja í Reykjavík fæddist 3. febrúar 1912 á Kiorkjubóli og lést 30. maí 1995.
Foreldrar hennar voru Björn Friðrik Guðjónsson frá Kirkjubóli, trésmíðameistari, f. 16. mars 1888, d. 27. janúar 1949, og kona hans Sigríður Jónasdóttir frá Deild á Álftanesi, húsfreyja, f. 4. september 1880, d. 24. janúar 1948.

Börn Björns Guðjónssonar og Sigríðar:
1. Ólöf Sigríður, fædd 31. desember 1910, dáin 30. maí 1994.
2. Guðfinna Súsanna Björnsdóttir, fædd 3. febrúar 1912, dáin 30. maí 1995. Maður hennar Oddur Sigurðsson forstjóri.
3. Þyrí, fædd 29. september 1915, dáin 3. febrúar 1954. Hún var kona Jóns Á. Árnasonar kaupmanns Sigfússonar og konu hans Ólafíu Sigríðar Árnadóttur.
Börn Sigríðar með fyrri manni sínum Sveini Ásmundssyni Hall:
4. Logi Eldon Sveinsson, f. 28. september 1907, d. 10. maí 1986.
5. Anna Lovísa Hall Sveinsdóttir, f. 3. maí 1905, d. fyrir 1995.
6. Ásmundur Sveinsson, f. 19. apríl 1906 í Reykjavík, d. 19. apríl 1906 í Reykjavík.

Guðfinna var með foreldrum sínum í æsku, á Kirkjubóli og á Heimagötu 30.
Þau Oddur giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Bólstaðarhlíð 41 í Reykjavík.
Oddur lést í apríl og Guðfinna í maí 1995.

I. Maður Guðfinnu var Oddur Sigurðsson forstjóri Elding Trading Company, Plastprents og Plastos, f. 1. ágúst 1914, d. 25. apríl 1995. Foreldrar hans voru Sigurður Oddsson skipstjóri, lóðs í Reykjavík, f. 24. apríl 1874, d. 9. apríl 1942, og kona hans Herdís Jónsdóttir húsfreyja, f. 16. júlí 1884, d. 23. júní 1963.
Börn þeirra:
1. Sigurður Oddsson verkfræðingur, framkvæmdastjóri, f. 13. september 1942. Kona hans Erla Aðalsteinsdóttir.
2. Björn Oddsson, með doktorspróf í jarðverkfræði, býr í Sviss. Kona hans Gaby Richter.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 11. júní 1995. Minning.
  • Morgunblaðið 30. apríl 1995. Minning Odds.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.