Guðrún Helgadóttir (Sólvangi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. september 2022 kl. 14:38 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. september 2022 kl. 14:38 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún Helgadóttir.

Guðrún Helgadóttir frá Sólvangi, hjúkrunarfræðingur fæddist 11. júní 1914 á Jarðlangsstöðum í Borgarhreppi í Mýras. og lést 14. júní 2000 á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi.
Foreldrar hennar voru Helgi Bjarni Jónsson bóndi smiður á Jarðlangsstöðum á Mýrum og Glæsivöllum í Miðdölum, f. 27. febrúar 1881, d. 13. janúar 1943, og kona hans Jósefína Sigurðardóttir húsfreyja, vökukona á Sjúkrahúsinu, fiskiðnaðarkona, f. 19. apríl 1892, d. 25. nóvember 1971.

Börn Jósefínu og Helga Bjarna:
1. Guðrún Helgadóttir hjúkrunarfræðingur í Eyjum og Hveragerði, f. 11. júní 1914, d. 14. júní 2000. Maður hennar Ársæll Karlsson vélstjóri.
2. Kristín Helgadóttir húsfreyja, f. 6. nóvember 1918, d. 10. júní 2005. Maður hennar Haraldur Sigurðsson vélstjóri.
3. Hólmfríður Helgadóttir húsfreyja, verkakona í Reykjavík, f. 7. mars 1921, d. 8. september 2009. Maður hennar Kristján Fr. Kristjánsson verslunarmaður.
4. Halldóra Helgadóttir lyfjatæknir, verslunarmaður, f. 16. ágúst 1922, d. 1. maí 1993.Barnsfaðir hennar Haraldur Steingrímsson rafvirki.
5. Þrúður Helgadóttir húsfreyja á Hellu, Rang., f. 26. júlí 1925, d. 18. nóvember 2005. Maður hennar Óskar Þorsteinn Einarsson húsasmiður.

Guðrún var með foreldrum sínum, fluttist með þeim til Eyja 1922.
Hún lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands í maí 1938, stundaði framhaldsnám í geðveikrahjúkrun í Viborg í Danmörku í 6 mánuði 1938-1939.
Guðrún var hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum þrjá og hálfan mánuð 1938, á Roskilde amts og byssygehus maí 1939 til september 1939, í Sjúkrahúsinu í Eyjum 15. október 1939 til 15. maí 1948, þar af yfirhjúkrunarfræðingur í 4 ár., Sjúkrahúsinu á Selfossi 15. júni 1963 til 1. september 1966, þar af yfirhjúkrunarfræðingur í eitt og hálft ár, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilsuhæli N.L.F.Í. í Hveragerði frá 1. október 1966 til 1985.
Þau Ársæll giftu sig 1948, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Heimagötu 28 1949.
Ársæll lést 1990 og Guðrún árið 2000.

I. Maður Guðrúnar, (16. október 1948), var Ársæll Karlsson frá Gamla-Hrauni á Stokkseyri, vélstjóri, f. 21. desember 1915, d. 26. október 1990.
Börn þeirra:
1. Helgi Ársælsson, f. 25. október 1949. Kona hans Steinunn Óskarsdóttir.
2. Guðfinna Ársælsdóttir, f. 29. mars 1951. Maður hennar Zdenek Smidak.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 22. júní 2000. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.