Haraldur Steingrímsson (rafvirki)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Haraldur Steingrímsson rafvirki fæddist 7. september 1923 og lést 8. september 1989.
Foreldrar hans voru Steingrímur Magnússon frá Miðhúsum, sjómaður, starfsmaður ferskfiskeftirlitsins, f. 6. janúar 1891 í Reykjavík, d. 30. maí 1980, og kona hans Vilborg Sigþrúður Vigfúsdóttir frá Hraunbæ í Álftaveri, V.-Skaft., húsfreyja, f. 14. febrúar 1892, d. 26. janúar 1980.

Haraldur var með foreldrum sínum.
Hann lærði rafvirkjun hjá Volta í Reykjavík, vann við iðn sína. Hann kom til Eyja og vann þar við straumskiptin 1948, varð síðar starfsmaður hjá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi.
Þau Þyrí giftu sig 1951, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Heiðarveg 41, fluttu til Reykjavíkur og bjuggu lengst í Hvassaleiti.
Haraldur lést 1989 og Þyrí 1992.

I. Barnsmóðir Haraldar var Halldóra Helgadóttir frá Sólvangi, afgreiðslukona í Apótekinu, f. 16. ágúst 1922, d. 1. maí 1993.
Barn þeirra:
1. Fríða Sigrún Haraldsdóttir kennari, f. 7. mars 1950. Maður hennar Sigurbjörn Helgason málari, kennari.

II. Kona Haraldar, (6. janúar 1951), var Þyrí Gísladóttir frá Arnarhóli, talsímakona, húsfreyja, f. 10. nóvember 1925, d. 1. maí 1992.
Börn þeirra:
2. Steingrímur Viðar Haraldsson vélstjóri, verkstjóri, f. 5. ágúst 1950. Kona hans Alma Birgisdóttir hjúkrunarforstjóri.
3. Guðni Ásþór Haraldsson lögfræðingur, f. 26. júní 1954. Kona hans Stefanía Jónsdóttir skrifstofumaður.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 16. september 1989. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Steingrímur Haraldsson.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.