Ingimundur Bernharðsson (verkstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. júlí 2023 kl. 10:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. júlí 2023 kl. 10:51 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ingimundur Bernharðsson frá Keldnakoti á Stokkseyri, útgerðarmaður, timburafgreiðslumaður, verkstjóri fæddist 23. júlí 1893 í Keldnakoti og lést 1. desember 1968.
Foreldrar hans voru Bernharður Jónsson frá Gerðum í Flóa, bóndi, skipstjóri, f. 8. október 1849, d. 28. janúar 1927 í Beinateig á Stokkseyri, og síðari kona hans Jórunn Jónsdóttir frá Dalbæ í Ytri-hrepp, húsfreyja, f. 28. september 1864, d. 12. desember 1948.

Ingimundur var með foreldrum sínum í æsku. Hann var bóndi skamma stund (1922-1923) í Brattsholti á Stokkseyri, en fluttist til Eyja 1924.
Ingimundur fékkst við útgerð í Eyjum skamma stund, var meðeigandi að v.b. Síðu-Halli VE 285 1926-1930, var verkamaður og verkstjóri, síðar afgreiðslumaður timbursölu.
Þau Jónína giftu sig 1925, eignuðust fjögur börn og Ingimundur fóstraði Huldu Reynhlíð dóttur Jónínu frá tveggja ára aldri.
Þau bjuggu á Sólheimum 1927, Njarðastíg 17, (Nýborg) 1930, síðar á Víðivöllum og í Verkamannabústöðunum við Heiðarveg.
Ingimundur lést 1968 og Jónína Benedikta 1993.

I. Kona Ingimundar, (15. maí 1925), var Jónína Benedikta Eyleifsdóttir frá Glaumbæ á Miðnesi, Gull., f. 22. júlí 1897, d. 24. mars 1993.
Börn þeirra:
1. Jórunn Ingimundardóttir, f. 9. október 1923, d. 12. janúar 2007.
2. Margrét Laufey Ingimundardóttir, f. 23. nóvember 1926, d. 18. nóvember 2013.
3. Sesselja Ingimundardóttir, f. 9. ágúst 1932, d. 27. júní 2023.
4. Bernharð Ingimundarson, f. 30. október 1935.
Fósturbarn Ingimundar, barn Jónínu, var
5. Hulda Reynhlíð Jörundsdóttir húsfreyja, f. 1. nóvember 1921, d. 1. nóvember 2007.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.