Sigurður Gissurarson (sjómaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. október 2022 kl. 14:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. október 2022 kl. 14:18 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Gissurarson.

Sigurður Gissurarson frá Byggðarhorni í Flóa, sjómaður fæddist þar 21. nóvember 1918 og lést 4. apríl 1998.
Foreldrar hans voru Gissur Gunnarsson frá Byggðarhorni bóndi, f. 6. nóvember 1872, d. 11. apríl 1941, og Ingibjörg Sigurðardóttir frá Langholti í Hrunamannahreppi, húsfreyja, f. 30. maí 1876, d. 10. ágúst 1959.

Sigurður var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var lausamaður í Byggðarhorni 1943, farinn þaðan 1944, fluttist til Eyja og var sjómaður þar alla starfsævi sína til 69 ára aldurs.
Þau Anna Sigrid giftu sig 1944, eignuðust tvö börn og Sigurður fóstarði tvö börn Önnu frá fyrra sambandi hennar. Þau bjuggu á Lágafelli við Vestmannabraut 10, í Landakoti við Strandveg 51, en við Birkihlíð 26 við Gos, en að síðust á Litlalandi við Kirkjuveg 59.
Anna Sigrid lést 1991 og Sigurður 1998.

I. Kona Sigurðar, (23. júní 1944), var Anna Sigrid Magnúsdóttir Þórðarsonar húsfreyja, f. 23. febrúar 1913 í Langa-Hvammi, d. 20. apríl 1991.
Börn þeirra:
1. Þórarinn Sigurður Sigurðsson rafvirki, f. 14. desember 1945 á Lágafelli. Kona hans Guðrún Rannveig Jóhannsdóttir.
2. Margrét Sigurðardóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari, f. 10. apríl 1947 á Lágafelli. Maður hennar Sigurður Sigurðsson.
Börn Önnu og fósturbörn Sigurðar:
3. Pétur Lúðvík Marteinsson flugmaður, síðast í Hafnarfirði, f. 24. nóvember 1932 í Reykjavík, d. 19. maí 2018. Kona hans Áslaug Árnadóttir.
4. Karl Gunnar Marteinsson vélvirki, kennari, f. 21. desember 1936, d. 15. desember 2014. Kona hans Svandís Unnur Sigurðardóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 18. apríl 1998. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.