Guðrún Rannveig Jóhannsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún Rannveig Jóhannsdóttir.

Guðrún Rannveig Jóhannsdóttir frá Þórshöfn, húsfreyja fæddist þar 10. október 1947.
Foreldrar hennar Jóhann Jónasson útgerðarmaður, f. 24. september 1925 á Skálum á Langanesi, d. 2. febrúar 1992, og kona hans Guðlaug Pétursdóttir frá Kirkjubæ, húsfreyja, f. 25. september 1928 á Aðalbóli.

Bræður Guðrúnar í Eyjum:
1. Pétur Sævar Jóhannsson rafvirkjameistari, framkvæmdastjóri, f. 25. mars 1959.
2. Jóhann Þór Jóhannsson sjómaður, f. 27. september 1961.

Guðrún var með foreldrum sínum í æsku, uns hún fór til skammrar skólagöngu í Reykjavík, en síðan til Eyja 1962 og nam við Gagnfræðaskólann og varð fjórða bekkjar gagnfræðingur 1964. Síðan fór hún í Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði 1965-1966.
Hún bjó hjá Guðrúnu Rannveigu frænku sinni á Eystri Oddsstöðum , vann í Mjólkurbúðinni frá 1966 til Goss 1973. Henni var falið að koma upp tveim mjólkurbúðum í Eyjum eftir Gos og stýrði þeim til 1977, var síðar umboðsmaður Mjólkursamsölunnar og Osta- og smjörsölunnar.
Guðrún var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Eyjum 1990-1994.
Þau Þórarinn stofnuðu rafmagnsverkstæðið Geisla 10. október 1973 og hafa rekið fyrirtækið síðan og fjölþætt starfsemina. Guðrún sá um bókhald, launagreiðslur og fleira.
Þau Þórarinn giftu sig 1968, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í fyrstu við Gerðisbraut 4 til Goss 1973, þá á Vestmannabraut 38 til 1975, á Illugagötu 15A frá 1975-2010 og á Hilmisgötu 4 frá 2010.

ctr
Frá vinstri: Þórarinn Sigurðsson, Þórarinn Sigurður Jóhannsson, Jóhann Sigurður Þórarinsson.
Fremri röð: Karítas Guðrún Jóhannsdóttir, Guðrún Rannveig Jóhannsdóttir.

I. Maður Guðrúnar Rannveigar, (29. september 1968), er Þórarinn Sigurðsson rafvirkjameistari, kaupmaður, f. 14. desember 1945.
Barn þeirra:
1. Jóhann Sigurður Þórarinsson rafeindavirki, tölvunarfræðingur, f. 28. febrúar 1979. Fyrrum kona hans Anna Ýr Sveinsdóttir. Kona hans Sigurlaug Vilbergsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.