Gústaf Sigjónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. ágúst 2022 kl. 14:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. ágúst 2022 kl. 14:22 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Gústaf Sigjónsson.

Gústaf Sigjónsson sjómaður frá Héðinshöfða, síðar bifreiðastjóri á Akureyri fæddist 22. janúar 1927 í Héðinshöfðaog og lést 30. janúar 2017.
Foreldrar hans voru Sigjón Halldórsson vélstjóri og trésmiður frá Bakka á Mýrum í A-Skaft., f. 31. júlí 1888, d. 19. apríl 1931 og kona hans Sigrún Runólfsdóttir frá Króki í Flóa, húsfreyja, f. 26. maí 1889, d. 11. ágúst 1991.

Börn Sigrúnar og Sigjóns voru:
1. Þórunn Aðalheiður Sigjónsdóttir húsfreyja, f. 27. febrúar 1913 á Skaftafelli, d. 25. júlí 1998. Maður hennar var Svavar Þórðarson.
2. Bragi Sigjónsson vélstjóri, f. 27. júní 1914 á Skaftafelli, d. 25. september 1985. Kona hans var Rósa (Rósamunda) Einarsdóttir frá Seyðisfirði.
3. Sigurjón Sigjónsson, f. 16. ágúst 1915 á Eyjarhólum, d. 31. maí 1916.
4. Jón Garðar Sigjónsson vélstjóri, útgerðarmaður, hafnsögumaður á Höfn í Hornafirði, f. 18. október 1916 á Lögbergi, d. 15. febrúar 2006. Kona hans var Guðfinna Bjarnadóttir.
5. Tryggvi Sigjónsson útgerðarmaður á Höfn í Hornafirði, f. 10. apríl 1918 á Lögbergi, d. 26. janúar 2000. Kona hans var Herdís Ragna Clausen.
6. Þórhallur Sigjónsson vörubifreiðastjóri í Reykjavík, f. 11. maí 1919 á Lögbergi, d. 17. júlí 1993. Kona hans var Ólöf Hannesdóttir.
7. Friðrik Sigjónsson, f. 22. október 1920 í Héðinshöfða, drukknaði 23. desember 1944.
8. Halldór Sigjónsson, f. 31. desember 1922, d. 25. júní 1930.
9. Guðríður Sigjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. febrúar 1924 í Héðinshöfða, d. 31. ágúst 1987. Maður hennar var Jón Karlsson.
10. Kristbjörg Sigjónsdóttir hjúkrunarfræðingur, húsfreyja í Reykjavík, f. 26. maí 1925 í Héðinshöfða, d. 5. desember 2017. Maður hennar var Gísli Tómasson.
11. Gústaf Sigjónsson vélstjóri, skipstjóri, bifreiðstjóri, f. 22. janúar 1927 í Héðinshöfða, d. 30. janúar 2017. Kona hans var Guðbjörg Halldóra Einarsdóttir, látin.
12. Guðmundur Sigjónsson vélvirki í Eyjum, f. 22. mars 1928 í Héðinshöfða, d. 7. nóvember 2009. Kona hans var Jónína Þuríður Guðnadóttir.

Gústaf var með foreldrum sínum fyrstu 4 árin. Faðir hans lést er hann var 4 ára og var Gústaf með móður sinni, í Sjávargötu 1940, á Heiðarvegi 11 með henni og Guðbjörgu unnustu sinni 1949. Þar eignuðust þau Stefaníu í lok árs.
Þau Guðbjörg giftu sig 1950, byggðu húsið að Hólagötu 44 og bjuggu þar, uns þau fluttust á Selfoss 1964.
Á Selfossi bjuggu þau til 2001, er þau fluttust til Akureyrar og búa þar.
Gústaf var sjómaður í Eyjum um árabil, vélstjóri á gömlu Emmu og Dagnýju og skipstjóri á Haraldi SF-70.
Hann stundaði bifreiðaakstur, eftir að hann hætti sjómennsku.
Gústaf lést 2017 og Guðbjörg Halldóra 2022.

Kona Gústafs, (30. desember 1950), var Guðbjörg Halldóra Einarsdóttir húsfreyja frá Saurbæ á Langanesströnd í Skeggjastaðahreppi í N-Múlasýslu, f. 8. júní 1926, d. 10. júlí 2022.
Barn þeirra:
1. Stefanía Gústafsdóttir húsfreyja á Akureyri, f. 26. desember 1949. Maður hennar er Úlfar Ragnarsson trésmiður.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Gústaf Sigjónsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 13. ágúst 2022. Minning Halldóru Guðbjargar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.