Stefanía Gústafsdóttir (Hólagötu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Stefanía Gústafsdóttir frá Hólagötu 44, húsfreyja fæddist 26. desember 1949 á Heiðarvegi 11.
Foreldrar hennar voru Gústaf Sigjónsson frá Héðinshöfða, sjómaður, bifreiðastjóri, f. 22. janúar 1927, d. 30. janúar 2017, og kona hans Guðbjörg Halldóra Einarsdóttir frá Saurbæ á Langanesströnd, f. 8. júní 1926, d. 10. júlí 2022.

Stefanía var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Selfoss 1964.
Þau Eyjólfur Örn giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Höfn í Hornafirði, en skildu.
Þau Úlfar giftu sig, eignuðust fjögur börn, en fyrsta barn þeirra dó nýfætt. Þau búa á Akureyri.

I. Maður Stefaníu, (skildu), er Eyjólfur Örn Arnarson, f. 17. febrúar 1949. Foreldrar hans voru Örn Ingólfsson, f. 1. febrúar 1919, d. 18. apríl 1982, og Gróa Eyjólfsdóttir, f. 22. september 1922, d. 31. maí 2006.
Barn þeirra:
1. Örn Arnarson sjómaður, f. 6. október 1970, d. 12. maí 1990.

II. Maður Stefaníu er Úlfar Ragnarsson byggingameistari, f. 28. desember 1949 á Þrúðvangi á Akureyri. Foreldrar hans voru Ragnar Stefánsson bifreiðastjóri, f. 1. maí 1923, d. 20. apríl 2007, og bústýra hans Guðrún Oddsdóttir, f. 17. mars 1918, d. 28. mars 1995.
Börn þeirra:
1. Stúlka , f. 3. janúar 1980, d. sama dag.
2. Guðbjörg Úlfarsdóttir, f. 26. janúar 1981, ógift, en á eitt barn.
3. Hafþór Úlfarsson, f. 12. júní 1983. Sambúðarkona hans Guðrún Björk Jónsdóttir.
4. Gústaf Úlfarsson, f. 27. maí 1986. Sambúðarkona hans Dagbjört Garðarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.