Ragnar Runólfsson (Bræðratungu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. ágúst 2022 kl. 18:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. ágúst 2022 kl. 18:03 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Ragnar Runólfsson frá Bræðratungu við Heimagötu 27, sjómaður, smiður fæddist þar 13. desember 1933.
Foreldrar hans voru Runólfur Runólfsson formaður og vélstjóri í Bræðratungu, f. 12. desember 1899, d. 4. júní 1983, og kona hans Unnur Þorsteinsdóttir frá Laufási, húsfreyja í Bræðratungu, f. 19. október 1904, d. 16. mars 1947.

Börn Unnar og Runólfs:
1. Jón Runólfsson, f. 29. nóvember 1924, d. 28. mars 2019.
2. Sigrún Runólfsdóttir, f. 31. janúar 1930.
3. Þorsteinn Runólfsson, f. 5. apríl 1932.
4. Ragnar Runólfsson, f. 13. desember 1933.
5. Hörður Runólfsson, f. 4. október 1935, d. 3. október 2021.
6. Ástþór Runólfsson, f. 16. október 1936, d. 2. febrúar 2020.
7. Runólfur Runólfsson, f. 4. ágúst 1938.

Ragnar var með foreldrum sínum, en móðir hans lést er hann var á 14. árinu.
Hann stundaði sjómennsku, vann síðan við smíðar.
Þau Gertrud giftu sig 1959, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Svalbarði við skírn Allans 1960, í verkstæðishúsi Ársæls Sveinssonar við Strandveg, í Grænuhlíð 14 frá 1970 og bjuggu þar við Gos 1973. Þau bjuggu síðan við Reynigrund í Kópavogi, en búa nú í Sunnusmára þar.

I. Kona Ragnars, (25. júní 1959), er Geirþrúður Johannesen frá Færeyjum, f. 21. febrúar 1940 í Færeyjum. Hún hét áður Jona Alvilda Gertrud Johannesen
Börn þeirra:
1. Allan Ragnarsson raffræðingur, f. 27. janúar 1960. Fyrrum kona hans Kristín Halldórsdóttir. Kona hans Harpa Þorsteinsdóttir.
. 2. Ómar Ragnarsson tollvörður, f. 26. júlí 1964. Barnsmóðir hans Dagbjört Ólafsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
  • Geirþrúður og Ragnar.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.