Sigurður Breiðfjörð Þorbjörnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. júní 2022 kl. 21:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. júní 2022 kl. 21:14 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Breiðfjörð Þorbjörnsson.
Sigurður Þorbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir.

Sigurður Breiðfjörð Þorbjörnsson verkamaður, verkstjóri fæddist 9. maí 1927 í Svefneyjum á Breiðafirði og lést 28. janúar 2016.
Foreldrar hans voru Þorbjörn Guðmundsson áður bóndi á Steinólfsstöðum og Kjaransstöðum í Grunnavík á Hornströndum, f. 15. október 1882, d. 1. desember 1927, og síðari kona hans Guðrún Þorbjörg Kristjánsdóttir húsfreyja frá Svínanesseli í Múlahreppi í A-Barðastrandarsýslu, f. 25. mars 1886, d. 19. október 1927. Guðrún lést eftir fæðingu Sigurðar 19. október sama ár og Þorbjörn lést 1. desember sama ár úr lungnabólgu.
Fósturforeldrar Sigurðar voru Þórólfur Jónsson bóndi á Fjarðarhorni í Kollafirði í Barðastrandarsýslu, og kona hans Sigríður Kristín Valgeirsdóttir húsfreyja, f. 14. nóvember 1878, d. 20. júlí 1965.
Á unglingsárum var Sigurður tvö sumur vinnumaður á Kinnarstöðum í Þorskafirði, 17 ára fékk hann vinnu við að fylgja fólki yfir Þorskafjarðarheiði og 19 ára fór hann til Reykjavíkur. Þar vann hann við saltfiskverkun.
Þau Ásta hófu búskap í Reykjavík, eignuðust sex börn.
Þau fluttust til Eyja 1952 og bjuggu á Bárustíg 15, (Baðhúsinu) 1953 og enn 1957, en síðar á Löndum. Sigurður var verkstjóri í Fiskiðjunni.
Þau fluttust til Reykjavíkur 1961, bjuggu í Einarsnesi um skeið, leigðu á Laugarnesvegi, en eignuðust íbúð við Laugarnesveg 94. Þar bjuggu þau til 1983, er þau fluttu í Álftamýri 32 og síðan á Langholtsveg 32. Sigurður var baadermaður og verkstjóri. Hann varð húsvörður í Sólheimum 25 og fluttu þau þangað. Þaðan fluttu þau í Andrésarbrunn 11 í Grafarholti og þaðan á Hjúkrunarheimilið Eirborg í Grafarvogi. Sigurður lést 2016.

Kona Sigurðar, (19. október 1951), var Ásta Stefánsdóttir frá Hábæ, húsfreyja, f. 27. september 1927.
Börn þeirra:
1. Steinunn Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 14. desember 1950 í Reykjavík.
2. Hrefna Sigurðardóttir húsfreyja, f. 10. september 1953.
3. Sigurþór Sigurðsson bókbindari, f. 23. september 1954.
4. Stefán Sigurðsson verkamaður, f. 20. nóvember 1957.
5. Guðríður Sigurðardóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 20. september 1960 í Reykjavík.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Vestfirzkar ættir. Arnardalsætt – Eyrardalsætt. Ari Gíslason og V.B. Valdimarsson. V.B. Valdimarsson 1959-1968.
  • Knudsensætt 1-2. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn 1986.
  • Morgunblaðið 4. mars 2016. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.