Einar Hallgrímsson (rafvirkjameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. júní 2024 kl. 17:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. júní 2024 kl. 17:47 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Einar Hallgrímsson.

Einar Hallgrímsson rafvirkjameistari fæddist 4. mars 1955 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Hallgrímur Þórðarson netagerðarmeistari, f. 7. febrúar 1926, d. 8. október 2013, og kona hans Guðbjörg Einarsdóttir húsfreyja, f. 30. september 1931, d. 18. desember 2008.

Börn Guðbjargar og Hallgríms:
1. Halldóra Hallgrímsdóttir, f. 8. október 1950, d. 13. júlí 1955.
2. Þórður Halldór Hallgrímsson, f. 13. september 1952 á Urðavegi 42. Kona hans Anna Friðþjófsdóttir.
3. Einar Hallgrímsson, f. 4. mars 1955 á Urðavegi 42. Kona hans Margrét Íris Grétarsdóttir.
4. Halldór Ingi Hallgrímsson, f. 4. október 1957. Kona hans Guðrún Kristmannsdóttir.
5. Jónína Hallgrímsdóttir, f. 24. febrúar 1962. Maður hennar Þórir Magnússon.
6. Heimir Hallgrímsson, f. 10. júní 1967. Kona hans Íris Sæmundsdóttir.

Einar lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Eyjum, lauk sveinsprófi 1980. Meistari var Þórarinn S. Sigurðsson. Hann fékk B-löggildingu 1990.
Einar vann hjá Geisla hf. til 1988, og hefur starfaði síðan sjálfstætt.
Þau Margrét ráku verslunina Callas um fimm ára skeið.
Þau giftu sig 1977, eignuðust eitt barn. Þau byggðu og búa í Draumbæ nálægt gamla bæjarstæðinu.

I. Kona Einars, (4. júní 1977), er Margrét Íris Grétarsdóttir Þorgilssonar, f. 25. desember 1954 í Eyjum.
Barn þeirra:
1. Bryndís Einarsdóttir húsfreyja, f. 31. mars 1977. Maður hennar Einar Björn Árnason og Mjallar Kristjánsdóttur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.