Guðlaugur Grétar Björnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. febrúar 2024 kl. 14:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. febrúar 2024 kl. 14:01 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðlaugur Grétar Björnsson.

Guðlaugur Grétar Björnsson frá Norður-Gerði, smiður fæddist þar 10. júní 1950 og lést 7. desember 2020 í Hraunbúðum.
Foreldrar hans voru Björn Eiríkur Jónsson frá Stóra-Gerði, sjómaður, bátsformaður, útvegsmaður, bóndi, f. 16. desember 1884, d. 30. apríl 1979, og síðari kona hans Brynheiður Ketilsdóttir frá Ketilsstöðum í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 4. ágúst 1907, d. 11. janúar 2005.

Börn Hallberu fyrri konu Björns og hans:
1. Guðbjörg Árný Björnsdóttir, f. 31. desember 1907, d. 18. maí 1921.
2. Indlaug Gróa Valgerður Björnsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1910, d. 9. nóvember 1990.
3. Jón Björnsson sjómaður, síðast í Hafnarfirði, f. 18. janúar 1913, d. 6. desember 1999.
4. Guðbjörn Árni Björnsson matsveinn á Selfossi, síðast á Seltjarnarnesi, f. 7. október 1923, d. 5. maí 1982.

Börn Brynheiðar og Björns:
5. Hallberg Björnsson, f. 17. maí 1940, d. 25. september 1971.
6. Arnfríð Heiðar Björnsson, f. 7. júlí 1947, d. 28. apríl 2008.
7. Guðlaugur Grétar Björnsson, f. 1. júní 1950, d. 7. desember 2020.

Guðlaugur var með foreldrum sínum í æsku að undanteknum tveim árum, er hann var hjá skyldfólki sínu á Ketilsstöðum í Mýrdal.
Hann var liðtækur í íþróttum á yngri árum, en aðalstörf hans tengdust trésmíðum.
Guðlaugur bjó með foreldrum sínum í Norður-Gerði, en síðar með móður sinni í Austurgerði 1. Að síðustu dvaldi hann í Hraunbúðum.
Hann lést 2020, ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.