Kjartan Þór Bergsteinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. mars 2022 kl. 18:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. mars 2022 kl. 18:04 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Kjartan Þór Bergsteinsson.

Kjartan Þór Bergsteinsson frá Múla, loftskeytamaður fæddist þar 15. september 1938.
Foreldrar hans voru Bergsteinn Jónasson hafnarvörður, hafnarstjóri, yfirverkstjóri, f. 17. desember 1912 á Múla, d. 2. júní 1996, og kona hans Svea María Normann húsfreyja, f. 23. nóvember 1917 á Ísafirði, d. 26. júní 1994 í Eyjum.

Börn Sveu og Bergsteins:
1. Kjartan Þór Bergsteinsson, f. 15. september 1938 á Múla. Fyrri kona hans er Ingibjörg Andersen. Síðari kona hans var Arndís Egilson.
2. Margrét Halla Bergsteinsdóttir, f. 9. október 1941 á Múla, d. 22. september 2012. Maður hennar var Sigurgeir Lindberg Sigurjónsson.
3. Stúlka, f. 28. ágúst 1945 í Litlabæ, d. 29. ágúst 1945.
4. Jónas Kristinn Bergsteinsson, f. 24. ágúst 1948 í Gefjun, Strandvegi 42. Kona hans er Þórhildur Óskarsdóttir.
5. Vilborg Bettý Bergsteinsdóttir, f. 7. desember 1950 í Gefjun, Strandvegi 42, ógift.
Fósturdóttir þeirra, dóttir Kjartans sonar þeirra og Ingibjargar Andersen:
6. Kristín Kjartansdóttir, f. 23. október 1957 að Hásteinsvegi 27. Maður hennar, skildu, var Guðmundur Elmar Guðmundsson.

Kjartan var í Loftskeytaskólanum 1957-1959.
Hann vann í Eyjum 1960 á Seyðisfirði 1961, en á togurum og fraktskipum í siglingum 1964 til 1970, þá við fisksölu í Bretlandi 1970-1971, hjá Gufunesradíó 1971-1973, hjá Hafrannsóknastofnun 1973-1974, síðan á Vestmannaeyjaradío.
Þau Ingibjörg Jóhanna giftu sig 1960, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Seyðisfirði 1961. Þau skildu.
Þau Arndís giftu sig 1971, eignuðust þrjú börn. Auk þess fóstraði Kjartan Þór tvö börn Arndísar. Þau bjuggu á Áshamri 5.
Kjartan býr á Eyjahrauni 1.

Kjartan Þór er tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (1. janúar 1960, skildu), er Ingibjörg Andersen húsfreyja, f. 14. desember 1939 á Brekastíg 33.
Börn þeirra:
1. Kristín Kjartansdóttir húsfreyja á Selfossi, f. 23. október 1957 að Hásteinsvegi 27. Maður hennar, (skildu), var Guðmundur Elmar Guðmundsson.
2. Knútur Kjartansson verktaki á Básenda 10 í Reykjavík, f. 2. október 1961 að Hásteinvegi 27. Kona hans, (skildu), var Ragna Berg Gunnarsdóttir.

II. Síðari kona Kjartans Þórs var Arndís Egilson húsfreyja, f. 3. apríl 1942 í Reykjavík, d. 14. júní 2005 í Eyjum.
Börn þeirra:
3. Arndís María Kjartansdóttir húsfreyja, kennari, fasteignasali, f. 3.júlí 1971. Maður hennar er Ómar Steinsson.
4. Kjartan Þór Kjartansson sjómaður, f. 30. janúar 1975, fráskilinn.
5. Kolbrún Kjartansdóttir, f. 6. febrúar 1980. Maður hennar er Örvar Ólafsson.
Börn Arndísar og kjörbörn Kjartans:
6. Helen Arndís Kjartansdóttir húsfreyja, f. 18. október 1963. Fyrrum maður hennar Hermann Haraldsson. Maður hennar Baldur Þór Bragason, látinn.
7. Valborg Elín Kjartansdóttir, f. 7. október 1967. Sambýlismaður, (skildu) var Jón Trausti Haraldsson .


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.