Hermann Haraldsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hermann Haraldsson, skipatæknifræðingur fæddist 17. desember 1959 í Eyjum.
Foreldrar hans Haraldur Traustason skipstjóri, útgerðarmaður, f. 22. nóvember 1939 í Garðshorni við Heimagötu, d. 13. júní 1993, og kona hans Edda Tegeder húsfreyja, f. 7. apríl 1939 í Bremerhaven í Þýskalandi.

Börn Eddu og Haraldar:
1. Þóranna Haraldsdóttir húsfreyja, starfsmaður við heimilishjálp, f. 30. janúar 1958. Barnsfaðir hennar Óskar Einarsson.
2. Hermann Haraldsson skipatæknifræðingur, f. 17. desember 1959. Fyrrum kona hans Helen Arndís Kjartansdóttir. Kona hans er Brynhildur Jakobsdóttir.
3. Jón Trausti Haraldsson vélvirkjameistari í Reykjavík, f. 16. febrúar 1961, d. 31. mars 2010. Sambýliskona hans Valborg Elín Kjartansdóttir.
4. Haraldur Haraldsson, sjómaður, vélstjóri f. 17. apríl 1962. Sambýliskona hans er Sæunn Helena Guðmundsdóttir.

Þau Helen Arndís giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Brynhildur giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Rvk.

I. Fyrrum kona Hermanns er Helen Arndís Kjartansdóttir, húsfreyja, f. 18. október 1963 í Rvk.
Börn þeirra:
1. Trausti Ágúst Hermannsson, f. 13. júní 1983.
2. Bjartey Hermannsdóttir, f. 21. október 1984.

I. Kona Hermanns er Bryndís Jakobsdóttir, húsfreyja, skrifstofustjóri, f. 6. október 1972. Foreldrar hennar Jakob Halldór Ólafsson, f. 18. apríl 1950, og Steinunn Halldóra Theódórsdóttir, f. 15. ágúst 1950.
Börn þeirra:
3. Glódís Hermannsdóttir, f 7. maí 2001.
4. Aþena Hermannsdóttir, f. 13. febrúar 2003.
5. Bjartur Logi Hermannsson, f. 26. desember 2010.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.