Ólafur Sölvi Bjarnason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. nóvember 2023 kl. 17:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. nóvember 2023 kl. 17:51 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Sölvi Bjarnason frá Siglufirði, verkamaður, síldarmatsmaður fæddist 10. ágúst 1906 á Fjalli í Fellssókn í Skagafirði og lést 2. maí 1958.
Foreldrar hans voru Bjarni Guðmundsson húsmaður, síðar bóndi á Miðmói í Barðssókn í Skagafirði, síðast verkamaður á Siglufirði, f. 9. september 1877, d. 23. júní 1931 á Siglufirði, og kona hans Sigurveig Margrét Gottskálksdóttir húsfreyja, f. 30. ágúst 1881 á Lambanes-Reykjum í Fljótum í Skagaf., d. 8. mars 1938 á Siglufirði.

Ólafur Sölvi var með foreldrum sínum í æsku, með móður sinni á Fjalli, foreldrum sínum á Miðmói 1910 og á Lindargötu 8 á Siglufirði 1920.
Þau Guðmunda bjuggu hjá foreldrum Ólafs á Lindargötu 8 1928 og bjuggu þar áfram uns þau fluttu til Eyja 1951.
Þau bjuggu í Steinholti.
Ólafur Sölvi lést 1958. Guðmunda Sólveig bjó síðan hjá Margréti dóttur sinni á Kirkjuvegi 26. Hún lést 1982.

I. Sambýliskona Ólafs Sölva var Guðmunda Sólveig Jóhannsdóttir frá Hofsósi í Skagafirði, f. 26. ágúst 1906, d. 10. febrúar 1982.
Börn þeirra:
1. Sigurveig Margrét Ólafsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1929 á Lindargötu 8 á Siglufirði, d. 5. júní 1995. Maður hennar Kristján Guðni Sigurjónsson.
2. Bjarni Ólafsson verkamaður, verkstjóri, slippstjóri, f. 18. október 1932 á Lindargötu 8 á Siglufirði, síðast í Keflavík, d. 23. febrúar 1991. Kona hans Erla Marinósdóttir Olsen.
3. Jóhann Guðmundur Ólafsson verkamaður, verkstjóri, f. 15. apríl 1935 á Lindargötu 8 á Siglufirði. Kona hans Guðrúnar Steinsdóttir.
4. Andvana drengur, f. 18. mars 1941.
5. Elísabet Ólafsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 15. apríl 1945 á Lindargötu 1 á Siglufirði, d. 2. maí 2008. Maður hennar var Þorkell Rúnar Sigurjónsson.
Dóttir Guðmundu Sóleyjar og fósturdóttir Ólafs Sölva var
6. Fanney G. Jónsdóttir, (Guðrún Fanney við skírn), húsfreyja í Borgarnesi, matráðskona, f. 23. mars 1927 á Siglufirði, d. 5. maí 2005. Maður hennar Hörður Jóhannesson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.