Þórður Guðmann Þórðarson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. apríl 2022 kl. 10:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. apríl 2022 kl. 10:24 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þórður Guðmann Þórðarson bifreiðastjóri fæddist 17. júní 1914 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum og lést 19. ágúst 1986 á Borgarspítalanum.
Foreldrar hans voru Þórður Stefánsson bóndi, skipstjóri, útgerðarmaður, skipasmiður, f. 15. júní 1892 á Hrútafelli u. Eyjafjöllum, d. 9. nóvember 1980, og kona hans Katrín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 24. október 1892 á Leirum u. Eyjafjöllum, d. 28. nóvember 1974.

Börn Katrínar og Þórðar:
1. Þórður Guðmann Þórðarson, f. 17. júní 1914 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 19. ágúst 1986.
2. Guðmundur Þórðarson, f. 20. febrúar 1916 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 30. janúar 1936.
3. Rut Gróa Þórðardóttir, f. 15. maí 1917 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 10. júní 1995.
4. Sigurður Þórðarson, f. 18. september 1918 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 14. júní 1940.
5. Björn Þórðarson, f. 13. desember 1919 á Rauðafelli, d. 31. mars 1994.
6. Stefán Þórðarson, f. 19. mars 1921 á Rauðafelli, d. 29. apríl 1945.
7. Guðbjörg Anna Þórðardóttir, f. 29. október 1922 í Barnaskólanum, d. 8. febrúar 1940.
8. Grímur Gísli Þórðarson, f. 5. apríl 1925 á Fagrafelli, d. 18. júlí 1925.
9. Vilborg Alda Þórðardóttir, f. 22. nóvember 1926 á Fagrafelli, d. 25. ágúst 1938.
10. Karólína Þóra Stefánsdóttir, f. 2. júní 1929 á Fagrafell]]i, d. 16. mars 2014.
11. Ásta Þórðardóttir húsfreyja, félagsráðgjafi, f. 16. október 1930 á Fagrafelli, d. 19. september 2019.
12. Birna Þórðardóttir, f. 10. júní 1933 á Fagrafelli, d. 17. ágúst 1990.

Þórður var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim frá Berjaneskoti til Eyja 1919.
Hann stundaði nám í Unglingaskóla Vestmannaeyja.
Þórður vann við útgerð föður síns og búskap, en Þórður faðir hans hafði bú í Eyjum, bæði kýr og sauðfé.
Hann og Björn bróðir hans eignuðust Happasæl VE 162 1942 og þar varð Björn skipstjóri.
Hann bjó á Rauðafelli við Vestmannabraut 48b, Fagrafelli við Hvítingaveg 5 í æsku og í Höfða við Hásteinsveg 21 1939 með foreldrum sínum og síðar með Birni bróður sínum.
Þórður veiktist af berklum og dvaldi á Vífilsstöðum.
Hann varð leigubílstjóri hjá Hreyfli og var í skáksveit hans.
Þau Kristjana bjuggu saman um 15 ára skeið. Þau hófu byggingu húss í Kópavogi, en 1965, þegar því var að ljúka lést hún.
Katrín móðir Þórðar dvaldi hjá honum lengi.
Þórður bjó síðast í Hátúni 10a. Hann lést 1986.

I. Sambúðarkona hans var Kristjana Matta Gunnarsdóttir úr Reykjavík, f. 25. október 1932, d. 15. febrúar 1965.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.