Rósa Árnadóttir (Framtíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. október 2021 kl. 13:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. október 2021 kl. 13:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Rósa Árnadóttir (Framtíð)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Rósa Árnadóttir húsfreyja í Framtíð fæddist 17. júní 1894 á Hnaukum í Álftafirði, S.-Múl og lést 12. febrúar 1972.
Foreldrar hennar voru Árni Antoníusson bóndi og kona hans Sigríður Björnsdóttir húsfreyja, f. 23. janúar 1856, d. 12. janúar 1921.
Fósturforeldrar Rósu voru Guðni Eiríksson bóndi í Tunguhlíð í Álftafirði og Bjargarrétt í Hálsaskógi, S.-Múl., síðar verkamaður á Djúpavogi, f. 16. ágúst 1862, d. 12. september 1938 og kona hans Kristín Ásmundsdóttir húsfreyja, f. 14. desember 1870, d. 14. október 1952.

Rósa var tökubarn í Tunguhlíð 1896, í Bjargarrétt 1901, hjú í íbúðarhúsi Örum. & Wulff á Djúpavogi 1910.
Hún flutti til Eyja 1913.
Þau Stefán giftu sig 1916, eignuðust átta börn. Þau bjuggu í fyrstu á Kirkjulandi, en frá 1920 í Framtíð við Hásteinsveg 11. Stefán lést 1968 og Rósa 1972.

I. Maður Rósu, (22. apríl 1916), var Stefán Finnbogason sjómaður, útgerðarmaður, málari, f. 7. júlí 1889, d. 2. júní 1968.
Börn þeirra:
1. Rósa Kristín Stefánsdóttir, f. 1. desember 1915 á Kirkjulandi, d. 12. janúar 1976.
2. Garðar Stefánsson, f. 5. febrúar 1917, d. 30. desember 1945.
3. Sigríður Stefánsdóttir, f. 19. september 1918 í Hlíð, d. 24. maí 1985.
4. Björn Ragnar Stefánsson, f. 19. júní 1921, d. 6. apríl 1984.
5. Laufey Stefánsdóttir, f. 15. febrúar 1923 í Framtíð, d. 30. desember 1995.
6. Ásta Stefánsdóttir, f. 15. desember 1925 í Framtíð, síðast í Grindavík, d. 24. júní 1999.
7. Stefanía Stefánsdóttir, f. 31. desember 1927 í Framtíð, d. 8. september 2002.
8. Erna Stefánsdóttir, f. 18. júlí 1932 í Framtíð, síðast í Reykjavík, d. 3. nóvember 2019.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.