Laufey Stefánsdóttir (Framtíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Laufey Stefánsdóttir frá Framtíð við Hásteinsveg 11, húsfreyja fæddist þar 15. febrúar 1924 og lést 30. desember 1995.
Foreldrar hennar voru Stefán Finnbogason vélstjóri, skipstjóri, málari, f. 1. júlí 1890, d. 2. júní 1968, og kona hans Rósa Árnadóttir húsfreyja, f. 17. júní 1894, d. 12. febrúar 1972.

Börn Rósu og Stefáns:
1. Rósa Kristín Stefánsdóttir, f. 1. desember 1915 á Kirkjulandi, d. 12. janúar 1976.
2. Garðar Stefánsson, f. 5. febrúar 1917, d. 30. desember 1945.
3. Sigríður Stefánsdóttir, f. 19. september 1918 í Hlíð, d. 24. maí 1985.
4. Björn Ragnar Stefánsson, f. 19. júní 1921, d. 6. apríl 1984.
5. Laufey Stefánsdóttir, f. 15. febrúar 1923 í Framtíð, d. 30. desember 1995.
6. Ásta Stefánsdóttir, f. 15. desember 1925 í Framtíð, síðast í Grindavík, d. 24. júní 1999.
7. Stefanía Stefánsdóttir, f. 31. desember 1927 í Framtíð, d. 8. september 2002.
8. Erna Stefánsdóttir, f. 18. júlí 1932 í Framtíð, síðast í Reykjavík, d. 3. nóvember 2019.

Laufey var með foreldrum sínum í æsku.
Hún eignaðist barn með Pétri 1948.
Þau Ingimundur giftu sig 1956, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Reykjavík, síðast á Hofsvallagötu 61.
Laufey lést 1995 og Ingimundur 1997.

I. Barnsfaðir Laufeyjar er Pétur Jónsson frá Hólmavík, f. 20. júlí 1927.
Barn þeirra:
1. Garðar Pétursson sjómaður, f. 20. október 1948 í Framtíð, d. 26. maí 2016. Kona hans Ragnheiður Víglundsdóttir.

II. Maður Laufeyjar, (17. júní 1956), var Ingimundur Þorsteinsson flugstjóri, f. 24. september 1924, d. 25. júlí 1997. Foreldrar hans voru Þorsteinn J. Jóhannsson frá Ólafsey í Hvammsfirði, Snæf., f. 19. ágúst 1875, d. 10. apríl 1958, og Katrín Guðmundsdóttir frá Hellissandi, húsfreyja, f. 22. febrúar 1885, d. 17. júlí 1969.
Börn þeirra:
1. Ómar Örn Ingimundarson, f. 29. september 1958. Sambúðarkona hans Mai Irene Austgulen.
2. Unnur Ingimundardóttir, f. 25. október 1960.
3. Agnes Ingimundardóttir, hefur BA-próf í bókasafnsfræðum, starfsmaður Landspítalans, f. 17. maí 1965, d. 20. júlí 2006, ógift.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.