Erna Stefánsdóttir (Framtíð)
Erna Stefánsdóttir frá Framtíð við Hásteinsveg 11, húsfreyja fæddist þar 18. júlí 1932 og lést 3. nóvember 2019 á Vífilsstöðum.
Foreldrar hennar voru Stefán Finnbogason vélstjóri, skipstjóri, málari, f. 1. júlí 1890, d. 2. júní 1968, og kona hans Rósa Árnadóttir húsfreyja, f. 17. júní 1894, d. 12. febrúar 1972.
Börn Rósu og Stefáns:
1. Rósa Kristín Stefánsdóttir, f. 1. desember 1915 á Kirkjulandi, d. 12. janúar 1976.
2. Garðar Stefánsson, f. 5. febrúar 1917, d. 30. desember 1945.
3. Sigríður Stefánsdóttir, f. 19. september 1918 í Hlíð, d. 24. maí 1985.
4. Björn Ragnar Stefánsson, f. 19. júní 1921, d. 6. apríl 1984.
5. Laufey Stefánsdóttir, f. 15. febrúar 1923 í Framtíð, d. 30. desember 1995.
6. Ásta Stefánsdóttir, f. 15. desember 1925 í Framtíð, síðast í Grindavík, d. 24. júní 1999.
7. Stefanía Stefánsdóttir, f. 31. desember 1927 í Framtíð, d. 8. september 2002.
8. Erna Stefánsdóttir, f. 18. júlí 1932 í Framtíð, síðast í Reykjavík, d. 3. nóvember 2019.
Erna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún flutti ung til Reykjavíkur, sinnti verslunarstörfum, síðar ræstingum og barnagæslu á gæsluvelli.
Þau Steinþór eignuðust barn 1963.
Þau Jóhannes Óskar hófu sambúð, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Eyjólfur bjuggu saman í nokkur ár.
Erna lést 2019.
I. Barnsfaðir Ernu var Steinþór Bjarni Jakobsson, f. 7. nóvember 1931, d. 19. maí 1996.
Barn þeirra:
1. Arnar Steinþórsson, f. 19. júní 1963.
II. Sambúðarmaður Ernu var Jóhannes Óskar Guðmundsson skrifstofumaður, f. 14. júní 1924, d. 14. júlí 1991. Foreldrar hans voru Guðmundur Halldór Guðmundsson, f. 4. október 1887, d. 17. febrúar 1982 og Solveig Jóhannesdóttir, f. 7. ágúst 1897, d. 10. júní 1979.
Börn þeirra:
2. Stefán Brynjar Óskarsson, bjó í Kaupmannahöfn, f. 18. september 1967, d. 6. mars 2010.
3. Rósa Hlín Óskarsdóttir, f. 29. júlí 1972. Sambúðarmaður hennar Guðjón Egilsson.
III. Sambúðarmaður Ernu í nokkur ár var Eyjólfur Gunnlaugsson skipa- og húsasmíðameistari, f. 23. október 1936, d. 15. maí 1997.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 13. nóvember 2019. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.