Marta Sveinbjörnsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. júní 2021 kl. 17:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. júní 2021 kl. 17:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Marta Sveinbjörnsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Marta Sveinbjörnsdóttir.

Marta Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, flugfreyja, verslunarmaður fæddist 14. nóvember 1927 að Heiðarhóli við Brekastíg 16 og lést 2. janúar 2003 á Landspíatalanum.
Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Einarsson húsasmiður, f. 12. júní 1890, d. 13. ágúst 1984, og kona hans Guðbjörg Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 28. júní 1897, d. 2. september 1987.

Börn Guðbjargar og Sveinbjarnar:
1. Fanney Sveinbjörnsdóttir, f. 12. september 1918, d. 29. desember 1990.
2. Guðmundur Ingvi Sveinbjörnsson, f. 30. janúar 1922, d. 10. ágúst 1943.
3. Daníel Sveinbjörnsson, f. 11. febrúar 1925, d. 24. nóvember 1930.
4. Marta Sveinbjörnsdóttir, f. 14. nóvember 1927, d. 2. janúar 2003.
5. Svava Sveinbjörnsdóttir, f. 3. janúar 1934.
6. Jenný Sveinbjörnsdóttir, f. 2. júlí 1935, d. 29. apríl 2004.

Marta var með foreldrum sínum í æsku, í Baðhúsinu við Bárustíg 15, í Hljómskálanum við Hvítingaveg 10, á Akureyri og á Látrum á Látraströnd við Eyjafjörð.
Hún var flugfreyja í mörg ár, síðan vann hún verslunar- og þjónustustörf.
Þau Ágúst giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Einar Ólafur giftu sig, eignuðust eitt barn, en skildu.
Marta bjó að síðustu á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún lést 2003 á sjúkrahúsi.

I. Fyrri maður Mörtu, (skildu), var Sigfús Ágúst Hallsson bifreiðastjóri, f. 28. apríl 1924, d. 10. janúar 1986. Foreldrar hans voru Hallur Þorleifsson kaupmaður, bókhaldari, f. 15. apríl 1893, d. 7. janúar 1974, og kona hans Guðrún Ágústsdóttir húsfreyja, söngkona, f. 22. nóvember 1897, d. 17. janúar 1983.
Börn þeirra:
1. Björn Ágústsson, býr í Ástralíu, f. 13. nóvember 1946. Kona hans Guðfinna Halldórsdóttir.
2. Ingvi Ágústsson, f. 7. júní 1948. Kona hans Anna K. Norðdahl.

II. Maður Mörtu, (skildu), var Einar Ólafur Gíslason flugstjóri, f. 6. apríl 1929, d. 6. febrúar 2011. Foreldrar hans voru Gísli Ólafsson bakarameistari, f. 21. nóvember 1898, d. 13. apríl 1991, og kona hans Kristín Einarsdóttir húsfreyja, f. 26. september 1899, d. 12. desember 1992.
III. Barn þeirra:
3. Kristín Einarsdóttir bankastarfsmaður, f. 24. júní 1957, d. 13. júní 2000. Maður hennar Pétur Þór Jónsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.