Ingvi Sveinbjörnsson
Guðmundur Ingvi Sveinbjörnsson sjómaður fæddist 30. janúar 1922 í Langholti við Vestmannabraut 48a og lést 10. ágúst 1943.
Foreldrar hans voru Sveinbjörn Einarsson húsasmíðameistari, f. 12. júní 1890, d. 13. ágúst 1984, og kona hans Guðbjörg Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 28. júní 1897, d. 2. september 1987.
Börn Guðbjargar og Sveinbjarnar:
1. Fanney Sveinbjörnsdóttir, f. 12. september 1918, d. 29. desember 1990.
2. Guðmundur Ingvi Sveinbjörnsson, f. 30. janúar 1922, d. 10. ágúst 1943.
3. Daníel Sveinbjörnsson, f. 11. febrúar 1925, d. 24. nóvember 1930.
4. Marta Sveinbjörnsdóttir, f. 14. nóvember 1927, d. 2. janúar 2003.
5. Svava Sveinbjörnsdóttir, f. 3. janúar 1934.
6. Jenný Sveinbjörnsdóttir, f. 2. júlí 1935, d. 29. apríl 2004.
Ingvi var með foreldrum sínum, í Langholti við Vestmannabraut 48a 1922, á Heiðarhóli við Brekastíg 16 1927, á Bárustíg 15, Baðhúsinu 1930, í Hljómskálanum við Hvítingaveg 10 1934.
Hann var sjómaður, var á togurum, m.a. Surprise og Venusi.
Ingvi lést 1943.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.