Svava Sveinbjörnsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Svava Sveinbjörnsdóttir.

Svava Sveinbjörnsdóttir frá Hljómskálanum við Hvítingaveg 10, hjúkrunarfræðingur fæddist þar 3. janúar 1934.
Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Einarsson frá Þorlaugargerði, sjómaður, húsasmiður, f. þar 12. júní 1890, d. 13. ágúst 1984, og kona hans Guðbjörg Ingvarsdóttir frá Hellnahóli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 28. júní 1897, d. 2. september 1987.

Börn Guðbjargar og Sveinbjarnar:
1. Fanney Sveinbjörnsdóttir, f. 12. september 1918, d. 29. desember 1990.
2. Guðmundur Ingvi Sveinbjörnsson, f. 30. janúar 1922, d. 10. ágúst 1943.
3. Daníel Sveinbjörnsson, f. 11. febrúar 1925, d. 24. nóvember 1930.
4. Marta Sveinbjörnsdóttir, f. 14. nóvember 1927, d. 2. janúar 2003.
5. Svava Sveinbjörnsdóttir, f. 3. janúar 1934.
6. Jenný Sveinbjörnsdóttir, f. 2. júlí 1935, d. 29. apríl 2004.

Svava var með foreldrum sínum og fluttist með þeim til Akureyrar 1935, að Látrum á Látraströnd í Eyjafirði 1940, til Reykjavíkur 1943.
Hún lauk miðskólaprófi í Hlíðardalsskóla í Ölfusi 1953, lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands 1958, stundaði framhaldsnám í skurðstofuhjúkrun á Landspítalanum 1958-1959, lauk því námi 1970.
Svava var hjúkrunarfræðingur á skurðdeild Landspítalans, á tannlæknadeild Háskólans, skurðstofuhjúkrunarfræðingur í Vanderbilt University Hospital í Nashville Tennessee í Bandaríkjunum, á Landspítalanum, hjúkrunarfræðingur á svæfingadeild Landspítalans, á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg, vann við heilsugæslu í skólum á Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík, síðan svæfingahjúkrunarfræðingur á svæfingadeild Borgarspítalans í 15 ár.
Að síðustu var hún hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahótelinu á Rauðarárstíg til starfsloka.
Þau Sveinbjörn giftu sig 1960, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Björn Jónatan giftu sig 1989. Hann lést 2014.
Svava býr að Ljósheimum 20.

I. Maður Svövu, (31. desember 1960, skildu), var Sveinbjörn Mjófjörð Tryggvason hárskeri, f. 24. apríl 1933, d. 18. september 2020. Foreldrar hans voru Tryggvi Jóhannesson verkamaður, f. 21. september 1900, d. 24. mars 1969, og Aðalheiður Ósk Sigurðardóttir, f. 9. september 1898, d. 16. janúar 1966.
Börn þeirra:
1. Díana Sif Sveinbjörnsdóttir tryggingasölukona í Reykjavík, f. 5. ágúst 1960, d. 18. mars 2016. Barnsfaðir hennar Grímur Grímsson. Maður hennar Elvar Daðason.
2. Heimir Arnar Sveinbjörnsson bifreiðasmiður á Akureyri, f. 1. júlí 1961. Kona hans Astrid Margrét Magnúsdóttir.

II. Maður Svövu, (24. júní 1989), var Björn Jónatan Emilsson byggingatæknifræðingur, f. 28. maí 1934, d. 13. nóvember 2014. Foreldrar hans voru Níels Peter Emil Weywadt Björnsson sýsluskrifari, f. 28. ágúst 1892, d. 7. júní 1972, og Laufey Sigríður Jónatansdóttir húsfreyja, f. 28. júlí 1905, d. 17. júlí 1964.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Svava.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.