Fanney Sveinbjörnsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Fanney Sveinbjörnsdóttir frá Langholti fæddist þar 12. september 1918 og lést 29. desember 1990.
Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Einarsson húsasmiður, f. 12. júní 1890, d. 13. ágúst 1984, og kona hans Guðbjörg Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 28. júní 1897, d. 2. september 1987.

Börn Guðbjargar og Sveinbjarnar:
1. Fanney Sveinbjörnsdóttir, f. 12. september 1918, d. 29. desember 1990.
2. Guðmundur Ingvi Sveinbjörnsson, f. 30. janúar 1922, d. 10. ágúst 1943.
3. Daníel Sveinbjörnsson, f. 11. febrúar 1925, d. 24. nóvember 1930.
4. Marta Sveinbjörnsdóttir, f. 14. nóvember 1927, d. 2. janúar 2003.
5. Svava Sveinbjörnsdóttir, f. 3. janúar 1934.
6. Jenný Sveinbjörnsdóttir, f. 2. júlí 1935, d. 29. apríl 2004.

Fanney var með foreldrum sínum í æsku, í Langholti við Vestmannabraut 48a 1918, á Heiðarhóli við Brekastíg 16 1927, á Bárustíg 15, Baðhúsinu 1930, í Hljómskálanum við Hvítingaveg 10 1934.
Hún fluttist til Akureyrar 1935, lærði saumaiðn og vann við hana.
Þau Gunnar giftu sig 1941 á Akureyri, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu síðar lengst á Týsgötu í Reykjavík.

I. Maður Fanneyjar, (7. desember 1941), var Gunnar Bogason verslunarmaður, f. 5. febrúar 1919, d. 29. desember 1989. Foreldrar hans voru Bogi Daníelsson veitingamaður, húsasmíðameistari á Akureyri, f. 3. ágúst 1881, d. 10. september 1943, og Elín Friðriksdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1886, d. 30. maí 1982.
Börn þeirra:
1. Ásgeir Gunnarsson prentari í Hafnarfirði, f. 17. júlí 1941. Kona hans Guðrún Signý Guðmundsdóttir.
2. Guðbjörg Gunnarsdóttir í Danmörku, sjúkraliði, f. 26. ágúst 1949. Maður hennar Sigfús Öfjörð.
3. Elín Ástríður Gunnarsdóttir sérfræðingur í Reykjavík, f. 24. apríl 1958. Maður hennar Bernd Hammerschmidt.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.