Guðrún Þorláksdóttir (Hofi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. maí 2021 kl. 10:56 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. maí 2021 kl. 10:56 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún Þorláksdóttir.

Guðrún Þorláksdóttir frá Hofi, húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 20. september 1920 í Vík í Mýrdal og lést 13. október 2011 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Þorlákur Sverrisson frá Klauf í Meðalland, kaupmaður í Eyjum, f. 3. apríl 1875, d. 9. ágúst 1943, og kona hans Sigríður Jónsdóttir frá Skálmarbæ í Álftaveri, húsfreyja, f. 8. nóvember 1879, d. 23. febrúar 1964.

Börn Sigríðar og Þorláks:
1. Sigríður Guðrún Þorláksdóttir húsfreyja, kennari, f. 13. apríl 1902 á Skálmabæjarhraunum í Álftaveri, d. 21. júní 1993.
2. Óskar Jón Þorláksson prestur, f. 5. nóvember 1906 í Skálmarbæ, d. 7. ágúst 1990.
3. Guðrún Þorláksdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 20. september 1920 í Vík, d. 13. október 2011.

Guðrún var með foreldrum sínum í Vík, fluttist með þeim til Eyja 1925.
Hún lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1937 og prófi í Verslunarskólanum í Reykjavík 1940.
Guðrún vann m.a. skrifstofustörf hjá Óskari Sigurðssyni endurskoðanda, Vinnslustöðinni og hjá skattstofunni í Eyjum. Eftir flutning úr Eyjum 1978 vann hún hjá skattstofunni í Reykjavík.
Þau Einar giftu sig 1948, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Hofi framan af, byggðu hús við Fjólugötu 5 og bjuggu þar, uns þau fluttu úr Eyjum. Þau bjuggu að Reynigrund 3 í Kópavogi, en á Hraunvangi 3 í Hafnarfirði frá 2006. Eftir lát Einars bjó Guðrún á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Einar lést 2010 og Guðrún 2011.

I. Maður Guðrúnar, (6. október 1948), var Einar Haukur Eiríksson kennari, skattstjóri, bæjarfulltrúi, f. 8. desember 1923 á Ísafirði, d. 10. maí 2010.
Börn þeirra:
1. Eiríkur Þór Einarsson bókasafnsfræðingur, skjalastjóri hjá Siglingastofnun, f. 5. febrúar 1950. Kona hans Anna Gísladóttir.
2. Óskar Sigurður Einarsson kennari, skólastjóri Fossvogsskóla, f. 13. desember 1951. Kona hans Kristrún Hjaltadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 17. október 2011. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.