Óskar Einarsson (Hofi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Óskar Sigurður Einarsson.

Óskar Sigurður Einarsson frá Hofi, kennari, skólastjóri fæddist þar 13. desember 1951.
Foreldrar hans voru Einar Haukur Eiríksson frá Ísafirði, kennari, skattstjóri, forseti bæjarstjórnar, f. þar 8. desember 1923, d. 10. maí 2010, og kona hans Guðrún Þorláksdóttir frá Hofi, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 20. september 1920 í Vík í Mýrdal, d. 13. október 2011.

Börn Guðrúnar og Einars Hauks:
1. Eiríkur Þór Einarsson bókasafnsfræðingur, skjalastjóri hjá Siglingastofnun, f. 5. febrúar 1950. Kona hans Anna Gísladóttir.
2. Óskar Sigurður Einarsson kennari, skólastjóri Fossvogsskóla, f. 13. desember 1951. Kona hans Kristrún Hjaltadóttir.

Óskar var með foreldrum sínum í æsku, á Hofi og Fjólugötu 5.
Hann varð stúdent í Menntaskólanum á Akureyri 1973, lauk kennaraprófi 1976.
Óskar var kennari í Fossvogsskóla frá 1976, yfirkennari frá 1984, síðar skólastjóri til starfsloka 2017.
Hann vann við húsasmíðar á sumrum.
Óskar eignaðist barn með Hrefnu 1978.
Þau Kristrún giftu sig 1997, eignuðust þrjú börn.

I. Barnsmóðir Óskars er Hrefna Egilsdóttir, f. 11. ágúst 1956. Foreldrar hennar Egill Valgeirsson hárskerameistari í Reykjavík, f. þar 5. mars 1925, d. 19. júní 2012, og kona hans Guðmunda Erla Sigurjónsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 16. mars 1928 á Þingeyri, d. 10. janúar 2008.
Barn þeirra:
1. Elvar Þór Óskarsson blikksmiður, f. 4. október 1978. Sambúðarkona hans Anna Bender.

II. Kona Óskars Sigurðar, (5. júní 1997), er Kristrún Hjaltadóttir kennari, f. 18. apríl 1953 á Dalvík. Foreldrar hennar voru Hjalti Þorsteinsson netagerðarmaður á Dalvík, f. 26. nóvember 1914, d. 14. september 1995, og kona hans Kristín Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 6. september 1917, d. 21. nóvember 1996.
Börn þeirra:
2. Guðrún Anna Óskarsdóttir kennari, f. 4. ágúst 1979. Maður hennar Sveinn Arndal Torfason.
3. Kristín Edda Óskarsdóttir flugfreyja, sálfræðingur, f. 28. desember 1984. Sambúðarmaður hennar Geir Ólafsson.
4. Adda Valdís Óskarsdóttir kennari, f. 11. desember 1986.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Óskar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.