Eiríkur Þór Einarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Eiríkur Þór Einarsson frá Hofi, bókasafnsfræðingur, skjalastjóri fæddist þar 5. febrúar 1950.
Foreldrar hans voru Einar Haukur Eiríksson frá Ísafirði, kennari, skattstjóri, forseti bæjarstjórnar, f. þar 8. desember 1923, d. 10. maí 2010, og kona hans Guðrún Þorláksdóttir frá Hofi, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 20. september 1920 í Vík í Mýrdal, d. 13. október 2011.

Börn Guðrúnar og Einars Hauks:
1. Eiríkur Þór Einarsson bókasafnsfræðingur, skjalastjóri hjá Siglingastofnun, f. 5. febrúar 1950. Kona hans Anna Gísladóttir.
2. Óskar Sigurður Einarsson kennari, skólastjóri Fossvogsskóla, f. 13. desember 1951. Kona hans Kristrún Hjaltadóttir.

Eiríkur Þór var með foreldrum sínum í æsku, á Hofi og Fjólugötu 5.
Hann varð stúdent í Menntaskólanum á Akureyri 1970, lauk prófi í bókasafnsfræði í Háskóla Íslands 1981.
Eiríkur Þór vann á bókasöfnum Hafrannsóknastofnunar og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, síðar Sjávarútvegsbókasafni frá 1971. Hann hefur verið leiðsögumaður ferðamanna frá 2001 og formaður félags leiðsögumanna 2002-2003. Þá hefur hann verið formaður Ættfræðifélagsins.
Þau Anna giftu sig 1971, eignuðust tvö börn. Þau búa í Kópavogi.

Kona Eiríks Þórs, (3. október 1971), er Anna Gísladóttir húsfreyja, gjaldkeri, bókari, f. 3. október 1952 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Gísli Þórðarson loftskeytamaður, símritari, f. 22. desember 1926, d. 10. mars 2004, og kona hans, (skildu), Brynhildur Jensdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 8. desember 1928, d. 29. maí 2008.
Börn þeirra:
1. Einar Haukur Eiríksson verkamaður , síðar verslunarstjóri í Reykjavík, f. 22. janúar 1973, d. 27. desember 2014. Barnsmóðir hans Anna Kristín Tryggvadóttir. Kona hans Bryndís Huld Ólafsdóttir.
2. Finnur Eiríksson stúdent, tannsmiður, starfsmaður Bláa lónsins, f. 24. júní 1983 í Reykjavík. Kona hans Erna Sif Ólafsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Niðjatal Eiríks Brynjólfs Finnssonar og Kristínar Sigurlínu Einarsdóttur á Ísafirði. Eiríkur Þór Einarsson 2004.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.