Eyjólfur Ottesen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. febrúar 2021 kl. 22:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. febrúar 2021 kl. 22:04 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Eyjólfur Bjarni Ottesen verslunarmaður fæddist 21 október 1891 á Laugavegi 5 í Reykjavík og lést 17. febrúar 1957.
Foreldrar hans voru Þorkell Valdimar Stefánsson Ottesen kaupmaður, f. 11. apríl 1868 í Reykjavík, d. 13. nóvember 1918, og kona hans Sigríður Eyjólfsdóttir Ottesen húsfreyja, f. 5. september 1861 á Efri-Grímslæk í Ölfusi, d. 28. apríl 1942.

Börn Valdimars og Sigríðar voru:
1. Oddur Stefán Ottesen, f. 1889, d. 1904.
2. Ólafur Ásbjörn Ottesen, f. 9. apríl 1890, d. 9. apríl 1921.
3. Eyjólfur Bjarni Ottesen, f. 22. október 1891, d. 17. febrúar 1957.
4. Sigríður Guðbjörg Ottesen, f. 17. mars 1893, d. 2. júlí 1974.
5. Elsa Ásta Ottesen, f. 23. september 1898.
Barn Valdimars með Elínu Jónsdóttur, f. 31. desember 1878, d. 26. ágúst 1906 var
6. Þorkell Valdimar Ottesen prentari á Akureyri, f. 8. janúar 1905, d. 19. febrúar 1962.

Eyjólfur var með foreldrum sínum í æsku, í Reykjavík og flutti með þeim til Eyja 1908, bjó með þeim í Stakkahlíð við Vestmannabraut 24 og á Þingvöllum.
Eyjólfur var verslunarmaður.
Hann eignaðist barn með Jónínu Guðrúnu 1913.
Þau Emilía giftu sig 1914, eignuðust ekki barn saman, en fóstruðu Berthu Gísladóttur.
Eyjólfur lést 1957 og Emilía 1963.

I. Barnsmóðir Eyjólfs var Jónína Guðrún Helgadóttir frá Steinum, f. 27. júní 1894, d. 17. maí 1983.
Barn þeirra:
1. Unnur Guðlaug Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 4. janúar 1913, d. 10. maí 2002.

II. Kona Eyjólfs, (14. nóvember 1914), var Emilía Gunnlaugsdóttir Ottesen frá Seyðisfirði, húsfreyja, f. 5. nóvember 1890 á Vestdalseyri, d. 7. júlí 1963.
Fósturbarn þeirra:
2. Gíslína Bertha Gísladóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1920 á Borg, d. 23. apríl 2012 í Reykjavík.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.