Valdimar Ottesen (kaupmaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Valdimar Ottesen.

Þorkell Valdimar Stefánsson Ottesen kaupmaður fæddist 11. apríl 1868 og lést 13. nóvember 1918.
Faðir hans var Oddur Stefán sjómaður á Vatnsleysuströnd, f. 1845, Valdimarsson (Þorkels Valdemars) snikkara og veiðimanns í Reykjavík 1845, f. 18. október 1814, d. 2. nóvember 1860, Lárusar Oddssonar (Lauritz Ottesen), og konu Lárusar, Sigríðar Elísabetar Bergmann (Sigrid Elisabeth Ottesen) húsfreyju, f. 1799, d. 7. febrúar 1878, Þorkels Guðmundssonar Bergmann forstjóra.
Móðir Odds Stefáns og kona Þorkels Valdemars eldri var Elísabet húsfreyja, f. um 1817, Ingimundardóttir.
Móðir Valdimars Ottesen var Guðbjörg húsfreyja, f. 2. september 1842, d. 30. apríl 1921, Gísladóttir bónda víða, en í Narfakoti á Vatnsleysuströnd 1845, f. 1790, d. 11. febrúar 1850, Jónssonar „yngri“ bónda á Sogni í Ölfusi 1801, f. 1747, d. 1805, Þorgilssonar, og konu Jóns „yngri“, Elínar húsfreyju, f. um 1752, Loftsdóttur.
Móðir Guðbjargar og kona Gísla í Narfakoti var Freygerður húsfreyja, f. 4. september 1802, Guðmundsdóttir bónda víða í A-Hún., en síðast á Brúsastöðum í Áshreppi þar, f. 1750, d. 18. júlí 1810, Guðmundssonar, og síðari konu Guðmundar á Brúsastöðum, Þorbjargar húsfreyju, f. 1768, d. 18. mars 1837, Pétursdóttur.

Þingvellir við Njarðarstíg, áður en þeir voru fluttir.

Valdimar Ottesen var í Ofanleiti í Reykjavík 1870. Hann var í Hólmabúð á Vatnsleysuströnd 1880, lifði á fiskveiðum í Ingvarshúsi í Keflavík 1890. Þá bjó hann í Reykjavík 1901.
Hann bjó í Stakkahlíð 1910. Hann var kaupmaður í versluninni Vísi á Þingvöllum.
Valdimar var einn af stofnendum Leikfélagsins í Eyjum og varaformaður í byrjun.
Hann gaf út blaðið Fréttir. Það var handskrifað og mun vera fyrsta blað, sem gefið var út í Eyjum.
Valdimar lést í Spænsku veikinni.
Frekara um líf og störf Valdimars Ottesen:
Blik 1959: Þorkell Valdimar Ottesen eftir Jóhann Gunnar Ólafsson og
Blik 1965: Leiklistarsaga Vestmannaeyja, 2. kafli, I. hluti eftir Árni Árnason.

I. Barnsmóðir Valdimars var Halldóra Erlendsdóttir húsfreyja í Winnipeg, f. 24. maí 1864, d. 2. janúar 1899.
Barn þeirra:
1. Erlendur Valdimarsson Ottesen Erlendsson, bjó í Langruth í Manitoba, f. 18. september 1888, d. 18. júlí 1934 í Ocean Falls í British Columbia. Kona hans Guðrún Jónsdóttir Bjarnason.

II. Kona Valdimars var Sigríður Eyjólfsdóttir húsfreyja í Stakkahlíð, f. 24. janúar 1861, (prþj.b. 5. september 1861), d. 28. apríl 1942.
Börn Valdimars og Sigríðar voru:
2. Oddur Stefán Ottesen, f. 1889, d. 1904.
3. Ólafur Ásbjörn Ottesen, f. 9. apríl 1890, d. 9. apríl 1921.
4. Eyjólfur Bjarni Ottesen, f. 22. október 1891, d. 17. febrúar 1957.
5. Sigríður Guðbjörg Ottesen, f. 17. mars 1893, d. 2. júlí 1974.
6. Elsa Ásta Ottesen, f. 23. september 1898.
Barn Valdimars með Elínu Jónsdóttur, f. 31. desember 1878, d. 26. ágúst 1906 var
7. Þorkell Valdimar Ottesen prentari á Akureyri, f. 8. janúar 1905, d. 19. febrúar 1962.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.