Magnús Magnússon (Lyngbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. desember 2023 kl. 11:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. desember 2023 kl. 11:34 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sigríður og Magnús.

Magnús Magnússon frá Búðarhóls-Norðurhjáleigu í A-Landeyjum, (nú Lækjarhvammur), bóndi, trésmiður og garðyrkjumaður í Bergholti, á Lyngbergi og síðast í Hljómskálanum fæddist 4. febrúar 1881 í Búðarhóls-Norðurhjáleigu og lést 30. apríl 1974 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Magnús Magnússon bóndi í Búðarhóls-Norðurhjáleigu, f. þar 18. apríl 1845, d. þar 10. júní 1910, og fyrsta kona hans Jórunn Sigurðardóttir húsfreyja, f. 18. júní 1850 í Búðarhóls-Austurhjáleigu (nú Hólavatn), d. 30. júlí 1882.

Börn Jórunnar og Magnúsar í Eyjum:
1. Guðrún Magnúsdóttir verkakona á Svalbarði, f. 5. júní 1874, d. 13. nóvember 1948.
2. Magnús Magnússon, f. 4. febrúar 1881, d. 30. apríl 1974.
3. Guðný Magnúsdóttir húsfreyja í Vatnsdal, f. 17. júlí 1882, d. 4. júlí 1966.

Magnús missti móður sína, er hann var öðru ári aldurs síns. Hann var með föður sínum og síðari konum hans og tók við búi í Norðurhjáleigu 1908-1911.
Þau Sigríður ætluðu til Ameríku, var snúið við í Englandi vegna ætlaðs augnsjúkdóms hjá Magnúsi, sjúkdóms, sem aldrei síðan gerði vart við sig. Þau áttu heimili í Reykjavík 1911-1913, er þau fluttu til Eyja.
Í Eyjum var Magnús trésmiður, bóndi og garðyrkjumaður.
Þau Sigríður giftu sig 1906, eignuðust sex börn, misstu tvö þeirra ung. Þau fóstruðu eitt barn.
Þau byggðu Bergholt við Vestmannabraut og bjuggu þar 1913-1932, á Lyngbergi frá 1932 uns þau fluttu í Hljómskálann og þar bjuggu þau.
Sigríður lést 1953.
Magnús flutti til Reykjavíkur 1966. Hann lést 1974.

I. Kona Magnúsar, (26. júní 1906), var Sigríður Hróbjartsdóttir frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, f. 4. apríl 1882, d. 15. apríl 1953.
Börn þeirra:
1. Guðrún Magnúsína Magnúsdóttir, f. 28. apríl 1907, d. 12. október 1907.
2. Magnús Axel Magnússon, f. 7. október 1908, d. 14. júní 1912.
3. Guðríður Amalía Magnúsdóttir húsfreyja, f. 7. október 1908, d. 12. maí 1986.
4. Bergþóra Magnúsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 10. maí 1910, d. 5. desember 1997.
5. Gróa Tómasína Magnúsdóttir öryrki, f. 23. maí 1914, d. 23. júní 1953.
6. Sveinn Hróbjartur Magnússon vélstjóri, trésmiður, lögregluþjónn, kennari, f. 22. júlí 1921 í Litla-Bergholti, d. 26. september 2008.
Fósturdóttir hjónanna var
7. Oddný Kristín Lilja Sveinsdóttir húsfreyja, kennari, organisti í Neðri-Hundadal í Dalas., f. 1. júní 1925, d. 11. febrúar 2016.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.