Kjartan Þ. Ólafsson (Túnsbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. apríl 2023 kl. 12:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. apríl 2023 kl. 12:01 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Kjartan Þórarinn Ólafsson.

Kjartan Þórarinn Ólafsson frá Leirum u. A.-Eyjafjöllum, bóndi, fiskimatsmaður fæddist þar 2. apríl 1913 og lést 25. apríl 1990 á heimili sínu Hraunbæ 132 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson bóndi á Leirum, f. þar 7. nóvember 1872, d. 20. júlí 1955, og kona hans Margrét Þórðardóttir húsfreyja, f. 14. maí 1872 á Rauðafelli, d. 16. janúar 1947.

Bróðir Kjartans var
1. Jón Ólafsson, f. 24. ágúst 1910, d. 25. júlí 2003.

Ættbogi í Eyjum

I. Systir Margrétar Þórðardóttur á Leirum var Vilborg Þórðardóttir húsfreyja í Eyjum 1930, móðir Þórðar Stefánssonar skipstjóra og útgerðarmanns í Haga, síðast í Reykjavík, f. 15. júní 1893, d. 18. nóvember 1980; og hún var móðir Sigríðar Stefánsdóttur, f. 25. janúar 1895, d. 23. júlí 1978, en hún var móðir Stefáns Harðar Grímssonar ljóðskálds og Borgars Tómasar Grímssonar sjómanns, f. 1921, d. 1954, sem fóstraður var hjá Vilborgu Þórðardóttur og Jóni Bjarnasyni.
II. Önnur systir Margrétar var Ágústína Þórðardóttir húsfreyja á Eystri Vilborgarstöðum, móðir Guðrúnar Loftsdóttur kaupkonu.
III. Bróðir Margrétar var Þórður faðir Jónínu Þórðardóttur, sem var í Klöpp, síðan í Keflavík, en síðast að Brekastíg 10 í Eyjum, f. 12. apríl 1909, d. 16. marz 1994, og Leifs, sem var fósturbarn í Breiðholti í Eyjum 1910, f. 20. júlí 1906, d. 4. maí 1930.

Kjartan var með foreldrum sínum í æsku og uns hann tók við búinu.
Að loknu skyldunámi í sinni heimasveit starfaði Kjartan við bú foreldra sinna og stundaði sjómennsku í Vestmannaeyjum á vetrarvertíðum. Kjartan varð síðar löggiltur fiskmatsmaður og starfaði við það í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn. Hann var á Leirum með Ólafi föður sínum, Kristínu bústýru og barninu Vigdísi 1948, en Margrét móðir hans lést 1947.
Þau Kristín giftu sig 1949, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Leirum til 1957, er þau fluttu til Eyja, bjuggu þar á Túnsbergi, uns þau fluttu til Þorlákshafnar við Gos 1973, en til Reykjavíkur fluttu þau 1986 og bjuggu að Hraunbæ 132.
Kjartan Þórarinn lést 1990 og Kristín 2009.

I. Kona Kjartans Þórarins, (7. október 1949), var Kristín Pétursdóttir frá Syðri-Hraundal í Mýrasýslu, f. 31. maí 1921, d. 21. mars 2009.
Börn þeirra:
1. Vigdís Kjartansdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 4. september 1946.
2. Pétur Sævar Kjartansson símsmiður, f. 17. apríl 1949.
3. Ólafur Marel Kjartansson verkfræðingur, f. 29. mars 1957.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Garður.is.
  • Ólafur Marel.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.