Jónína Þórðardóttir (Klöpp)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jónína Þórðardóttir.

Jónína Þórðardóttir frá Klöpp við Njarðarsíg 16 fæddist þar 12. apríl 1909 og lést 16. mars 1994.
Foreldrar hennar voru Þórður Þórðarson í Ási, bóndi og trésmiður á Rauðafelli u. Eyjafjöllum 1901, síðar hermaður í kanadíska hernum í fyrri heimsstyrjöldinni, f. 15. maí 1867, d. 28. september 1955, og barnsmóðir hans Jóhanna Jónsdóttir frá Efri-Úlfsstöðum í A.-Landeyjum, verkakona, húsfreyja, f. 9. júní 1870, d. 9. nóvember 1957.

Jónína var með móður sinni í æsku, 1910 og enn 1937, en farin 1938.
Þau Magnús giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Keflavík.
Jónína flutti til Eyja eftir lát Magnúsar, bjó ekkja með Heiðar hjá sér á Hæli við Brekastíg 10 1972 og við andlát 1994.

I. Maður Jónínu var Magnús Friðjón Björnsson járnsmíðameistari í Keflavík, f. 23. ágúst 1885, d. 21. júlí 1953. Foreldrar hans voru Björn Magnússon, f. 25. ágúst 1856, d. 17. mars 1940, og Margrét Magnúsdóttir, f. 3. ágúst 1856, d. 13. júní 1924.
Börn þeirra:
1. Heiðar Magnússon sjómaður, verkamaður, f. 21. nóvember 1939.
2. Jóhann Magnússon verkamaður, f. 21. ágúst 1945, d. 17. desember 2003.
3. Emelía Magnúsdóttir húsfreyja í Arizona í Bandaríkjunum, f. 30. maí 1950.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.