Hansína Árný Magnúsdóttir (Dölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. mars 2023 kl. 16:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. mars 2023 kl. 16:06 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Hansína, Maggý og Ársæll Grímsson.

Hansína Árný Magnúsdóttir frá Vesturhúsum, húsfreyja í Dölum fæddist 12. janúar 1904 og lést 16. september 1980.
Foreldrar hennar voru Magnús bóndi og formaður á Vesturhúsum, fæddur 27. júní 1872, Guðmundsson og kona Magnúsar, Jórunn húsfreyja, fædd 30. september 1880, Hannesdóttir á Miðhúsum Jónssonar í Nýja-Kastala.
Maður Hansínu var Ársæll Grímsson bóndi og síðan bústjóri í Dölum, f. 9. janúar 1901 á Eyrarbakka, d. 23. febrúar 1998.

Börn Jórunnar og Magnúsar voru:
1. Hansína Árný Magnúsdóttir, f. 12. janúar 1904, d. 16. september 1980, kona Ársæls Grímssonar.
2. Magnús, f. 12. september 1905, d. 26. maí 1978, kvæntur Kristínu Ásmundsdóttur.
3. Nanna Magnúsdóttir, f. 12. september 1905, d. 9. september 1975, gift Helga Benónýssyni.
4. Guðmundur Magnússon, f. 20. september 1916, d. 18. ágúst 1936.

Hansína var hjá foreldrum sínum á Vesturhúsum, varð húsfreyja í Dölum, þar sem þau Ársæll bjuggu. Þegar Bærinn fékk byggingu fyrir Dölum og reisti þar kúabú, varð Ársæll þar fyrsti bústjóri. Þau Ársæll fluttust til Hafnarfjarðar 1946, þar sem þau voru bændur á Hvaleyri.

I. Maður Hansínu, (27. nóvember 1926), var Ársæll Grímsson bóndi og síðan bústjóri í Dölum, f. 9. janúar 1901 á Eyrarbakka, d. 23. febrúar 1998.
Börn Ársæls og Hansínu:
1. Maggý Jórunn Ársælsdóttir, f. 9. apríl 1927, d. 18. september 2016. Maður hennar var Guðmundur Stefánsson, látinn.
2. Margrét Ársælsdóttir, f. 2. desember 1928, d. 23. apríl 1990. Maður hennar Jón Ragnar Gíslason, látinn.
3. Erla Ársælsdóttir, f. 30. júní 1930. Maður hennar Gunnar Björnsson, látinn.
4. Hannes Ársælsson sjómaður í Grindavík, f. 29. nóvember 1931, drukknaði 26. apríl 1949.
5. Grímur Guðmundur Ársælsson sjómaður, útgerðarmaður, trillukarl, verkamaður í Hafnarfirði, f. 17. nóvember 1940 í Dölum, d. 29. nóvember 2008.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.