Grímur Ársælsson (Dölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Grímur Guðmundur Ársælsson.

Grímur Guðmundur Ársælsson frá Dölum, útgerðarmaður, , verkamaður, iðnverkamaður fæddist þar 17. nóvember 1940 og lést 29. nóvember 2008 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Ársæll Grímsson frá Stokkseyri, bóndi í Dölum, f. 9. janúar 1901 í Nýborg á Stokkseyri, d. 23. febrúar 1998, og kona hans Hansína Árný Magnúsdóttir frá Vesturhúsum, húsfreyja, f. 12. janúar 1904, d. 16. september 1980.

Börn Hansínu og Ársæls:
1. Maggý Jórunn Ársælsdóttir, f. 9. apríl 1927 á Vesturhúsum, d. 18. september 2016. Maður hennar var Guðmundur Stefánsson, látinn.
2. Margrét Ársælsdóttir, f. 2. desember 1928, d. 23. apríl 1990. Maður hennar Jón Ragnar Gíslason, látinn.
3. Erla Ársælsdóttir, f. 30. júní 1930, d. 20. september 2022. Maður hennar Gunnar Björnsson, látinn.
4. Hannes Ársælsson sjómaður í Grindavík, f. 29. nóvember 1931, drukknaði 26. apríl 1949.
5. Grímur Guðmundur Ársælsson sjómaður, útgerðarmaður, verkamaður í Hafnarfirði, f. 17. nóvember 1940 í Dölum, d. 29. nóvember 2008.

Grímur var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim að Hústóftum í Grindavík 1946 og að Sveinakoti á Hvaleyri í Hafnarfirði 1948, en síðast að Suðurbraut 16 þar.
Að lokinni skólagöngu stundaði Grímur útgerð á smábátum lengstan hluta starfsævi sinnar, en einnig verkamannastörf í skipasmíðastöðinni Dröfn og hjá Rafha.
Hann var mikið í skákíþróttinni og var í Skákfélagi Hafnarfjarðar og með Riddurunum og í KR-klúbbnum, og fór í nokkrar utanlandsferðir með KR-klúbbfélögum.
Grímur var ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.