Óskar Þorsteinsson (bifreiðastjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. febrúar 2023 kl. 16:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. febrúar 2023 kl. 16:43 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Óskar Þorsteinsson.

Óskar Kristinn Þorsteinsson bifreiðastjóri fæddist 22. mars 1908 í Laugardal og lést 22. júní 1995 í Hraunbúðum.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Sigurðsson afgreiðslumaður, útgerðarmaður, formaður, fiskkaupmaður, f. 30. júlí 1875, d. 5. ágúst 1935, og kona hans Kristín Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 19. júlí 1874, d. 23. júlí 1936.

Systur Óskars af sama föður:
1. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 12. janúar 1915 á Sæbergi, d. 8. nóvember 1990.
2. Hulda Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 21. maí 1927, d. 15. ágúst 2014.

Foreldrar Óskars skildu er hann var á þriðja árinu.
Hann var með móður sinni í Laugardal 1912 og 1913, í Fagurhól 1917 og 1918, á á Seljalandi 1919 og 1922, á Vesturvegi 29 1927 og enn 1936. Móðir hans lést 1936.
Hann eignaðist barn með Guðrúnu 1936, starfaði í Reykjavík á því ári. Þar kynntust þau Þórdís, giftu sig 1937, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Vesturvegi 29 1937 en voru komin á Brimhólabraut 21 1949 og bjuggu þar 1972 og enn 1979, en Óskar bjó á Eyjahrauni 10 1986.
Óskar var einn af eigendum í útgerðar- og verslunarfélaginu Fram. Á yngri árum vann Óskar hjá fyrirtækinu. Einar Sigurðsson keypti eignir Fram 1940, og rann það saman við Hraðfrystistöðina. Óskar rak síðar og átti ásamt Þorsteini Loftssyni tvo vörubíla. Stærstan hluta ævi sinnar vann hann þó við vörubílaakstur fyrir Hraðfrystistöðina en síðar við netagerð.
Þórdís lést 1985 og Óskar 1995.

I. Barnsmóðir Óskars var Guðrún Einarsdóttir frá Skála u. Eyjafjöllum, húsfreyja í Skála (Litla-Hlaðbæ) við Austurveg, f. 10. október 1903, d. 30. maí 1961.
Barn þeirra:
1. Anton Einar Óskarsson sjómaður, f. 12. júní 1935, d. 18. september 2012.

II. Kona Óskars, (29. maí 1937), var Þórdís Jóhannesdóttir frá Stóra-Dunhaga í Hörgárdal, húsfreyja, f. 14. okt. 1913, d. 15. nóvember 1985.
Börn þeirra:
1. Viðar Óskarsson rafvirkjameistari, f. 17. mars 1938 á Vesturvegi 29. Kona hans Sigurbjörg Jónasdóttir.
2. Jóhannes Óskarsson rafvirkjameistari, f. 30. október 1940 á Vesturvegi 29. Kona hans Ásgerður Margrét Þorsteinsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.