Jóhannes Óskarsson (rafvirkjameistari)
Jóhannes Óskarsson rafvirkjameistari, flokksstjóri fæddist 30. október 1940 á Vesturvegi 29.
Foreldrar hans voru Óskar Þorsteinsson bifreiðastjóri, f. 22. mars 1908 í Laugardal, d. 22. júní 1995, og kona hans Þórdís Jóhannesdóttir frá Glerá í Eyjafirði, húsfreyja, f. 14. október 1913, d. 15. nóvember 1985.
Barn Óskars og Guðrúnar:
1. Anton Einar Óskarsson sjómaður, f. 12. júní 1935 í Skála, d. 18. september 2012. Barnsmóðir hans Guðmunda Guðrún Jensdóttir.
Börn Óskars og Þórdísar:
2. Viðar Óskarsson rafvirkjameistari, f. 17. mars 1938 á Vesturvegi 29. Kona hans Sigurbjörg Jónasdóttir.
3. Jóhannes Óskarsson rafvirkjameistari, f. 30. október 1940 á Vesturvegi 29. Kona hans Ásgerður Margrét Þorsteinsdóttir.
Jóhannes var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam rafvirkjun hjá Haraldi Eiríkssyni og í Iðnskólanum. Meistari var Lárus Guðmundsson. Hann hlaut löggildingu, meistararéttindi.
Jóhannes starfaði hjá Pósti og síma í 3-4 ár, vann hjá Haraldi Eiríkssyni um skeið, starfaði hjá Ísfélaginu í Eyjum fyrstu mánuði ársins 1973, síðan hjá félaginu í Reykjavík, en í Eyjum frá október 1973-1997, er hann fékk ársleyfi.
Þá vann Jóhannes hjá Ísal frá 1997 og fékk þjálfun í tölvustýringum, varð síðan flokksstjóri hjá Ísal í 10 ár, en hætti þá störfum.
Þau Ásgerður Margrét giftu sig 1964, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Brimhólabraut 21, en síðan á Illugagötu 33.
Jóhannes vann í Reykjavík frá 1997 og alflutt þangað voru hjónin 1998. Þau hafa búið á Hrafnhólum 6.
I. Kona Jóhannesar, (8. febrúar 1964), er Ásgerður Margrét Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 22. desember 1945 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Þorsteinn Jóhannesson verkfræðingur, vinnur hjá Isavia, f. 14. febrúar 1965. Kona hans Dagbjört Eiríksdóttir.
2. Óskar Þór Jóhannesson vélvirki, vinnur við gæslu félagslega illa stæðra barna, f. 19. júlí 1969. Hann býr á Englandi. Kona hans Anne Marie Jóhannesson.
3. Jóhannes Jóhannesson þyrluflugmaður hjá Landhelgisgæslunni, f. 14. október 1988. Kona hans Abegail Jóhannesson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Ásgerður og Jóhannes.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.