Þórdís Jóhannesdóttir (Vesturvegi)
Þórdís Jóhannesdóttir frá Stóra-Dunhaga í Hörgárdal, húsfreyja fæddist 14. okt. 1913 og lést 15. nóvember 1985.
Foreldrar hennar voru Jóhannes Bjarnason bóndi í Stóra-Dunhaga í Hörgárdal og Glerá í Kræklingahlíð í Eyjafirði, síðar verkamaður á Akureyri, f. 3. júlí 1867, d. 18. ágúst 1946, og kona hans Bergrós Jóhannesdóttir húsfreyja, saumakona, f. 15. janúar 1882, d. 26. janúar 1926.
Þórdís var með foreldrum sínum á Glerá í Eyjafirði 1920, var vinnukona á Torfum þar 1930 og 1933.
Hún vann við matsölu hjá frænku sinni í Reykjavík, er þau Óskar kynntust og gengu í hjónaband 1937.
Hún flutti til Eyja. Þau eignuðust tvö börn, bjuggu á Vesturvegi 29, en síðan á Brimhólabraut 21.
Þórdís lést 1985.
I. Maður Þórdísar, (29. maí 1937), var Óskar Þorsteinsson bifreiðastjóri, f. 22. mars 1908 í Laugardal, d. 22. júní 1995.
Börn þeirra:
1. Viðar Óskarsson rafvirkjameistari, f. 17. mars 1938 á Vesturvegi 19. Kona hans Sigurbjörg Jónasdóttir.
2. Jóhannes Óskarsson rafvirkjameistari, f. 30. október 1940. Kona hans Ásgerður Margrét Þorsteinsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.