Ármann Böðvarsson (Ásum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. nóvember 2021 kl. 10:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. nóvember 2021 kl. 10:19 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðmundur Ármann Böðvarsson.

Guðmundur Ármann Böðvarsson frá Ásum, sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 19. júlí 1926 á Hallormsstað og lést 5. febrúar 2005.
Foreldrar hans voru Böðvar Ingvarsson frá Koti á Rangárvöllum, verkstjóri, f. þar 29. ágúst 1893, d. 26. desember 1981 og kona hans Ólafía Halldórsdóttir frá Kotmúla í Fljótshlíð, húsfreyja, f. þar 8. ágúst 1894, d. 11. maí 1988.

Börn Ólafíu og Böðvars:
1. Ásdís Böðvarsdóttir, f. 11. ágúst 1919, d. 21. apríl 1925.
2. Ólafía Dóra Böðvarsdóttir, f. 3. mars 1921, d. 12. september 1921.
3. Ásta Böðvarsdóttir, f. 22. september 1922, d. 1. ágúst 1993. Maður hennar Halldór Sigmar Guðmundsson.
4. Marta Sigríður Böðvarsdóttir, f. 4. júní 1924 á Grímsstöðum, d. 20. september 2002.
5. Guðmundur Ármann Böðvarsson, f. 19. júlí 1926 á Hallormsstað.
6. Ásdís Böðvarsdóttir húsfreyja á Djúpavogi, f. 28. mars 1928 á Hallormsstað, d. 8. október 2002. Maður hennar Þórður Snjólfsson.
7. Aðalheiður Dóra Böðvarsdóttir, f. 28. maí 1929 á Hallormsstað, d. 27. október 2003.
8. Hilmar Böðvarsson, f. 16. janúar 1931 í Vallanesi. Kona hans Sæbjörg Jónsdóttir.
9. Bergþór Reynir Böðvarsson, f. 15. maí 1934 á Ásum. Kona hans Sigurlaug Vilmundardóttir.

Ármann var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk prófi í Vélskóla Íslands 1947 og var í Sjómannaskólanum 1958.
Ármann hóf sjósókn 15 ára gamall og réri á ýmsum bátum, m.a. á Álsey VE 502, Öðlingi VE 202, Gottu VE 108 og Skúla fógeta, var vélstjóri í mörg ár á Freyju VE 260, var um eins árs skeið skipstjóri á Ingþóri VE, en varð þá vélstjóri á Fjalari VE 333.
Þeir Karl Guðmundsson keyptu Hafliða 1961 og gerðu út til ársins 1988.
Síðan vann Ármann um sex ára skeið hjá Vinnslustöðinni við netaviðgerðir.
Ármann sótti námskeið í teikningu, tréútskurði og trésmíði og skapaði fjölda muna og líkön af bátunum Hafliða og Skúla fógeta.
Þau Jóna Þuríður giftu sig 1949, eignuðust ekki börn en ólu upp eitt fósturbarn. Þau bjuggu í Ásum við Skólaveg 47, síðar á Vallargötu 14.
Jóna Þuríður lést 1999 og Ármann 2005.
I. Kona Guðmundar Ármanns, (11. júní 1949), var Jóna Þuríður Bjarnadóttir frá Haga við Sandgerði, f. 20. október 1925, d. 8. júlí 1999.
Fósturbarn þeirra:
1. Sigurleif Guðfinnsdóttir Þorgeirssonar, húsfreyja, sjúkraliði, f. 18. nóvember 1956.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.