Sigurlaug Vilmundardóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigurlaug Vilmundardóttir.

Sigurlaug Vilmundardóttir frá Fáskrúðsfirði, húsfreyja fæddist í Höfðahúsi þar 1. júní 1935 og lést 2. mars 2018 á Kanaríeyjum.
Foreldrar hennar voru Vilmundur Sigurðsson sjómaður, f. 31. ágúst 1889, d. 6. júlí 1978, og Stefanía Marta Bjarnadóttir húsfreyja, f. 18. september 1901, d. 13. október 1970.

Sigurlaug var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Hellisfjarðar og síðan til Norðfjarðar.
Hún vann ýmis störf.
Hún flutti til Eyja og þau Böðvar giftu sig 1956, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Ásum við Skólaveg 47, síðan á Fífilgötu 2.
Bergþór Reynir lést 2013 og Sigurlaug 2018.

I. Maður Sigurlaugar, (22. desember 1956), var Bergþór Reynir Böðvarsson sjómaður, f. 15. maí 1934, d. 19. nóvember 2013.
Börn þeirra:
1. Marta Bergþórsdóttir, f. 1. mars 1956 á Ásum. Maður hennar Ásgeir Sverrisson.
2. Böðvar Vignir Bergþórsson, f. 23. maí 1958 á Ásum. Kona hans Bryndís Guðjónsdóttir.
3. Ólafía Bergþórsdóttir, býr í Reykjavík, f. 19. maí 1961 á Ásum.
4. Vildís Bergþórsdóttir, býr í Reykjavík, f. 29. september 1966 á Fífilgötu 2. Fyrrum maður hennar Birgir Tómas Arnar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.