Fjóla Leósdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. mars 2020 kl. 11:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. mars 2020 kl. 11:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Fjóla Leósdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Fjóla Leósdóttir frá Breiðabólstað, húsfreyja fæddist þar 7. október 1949.
Foreldrar hennar voru Leó Ingvarsson sjómaður, verkamaður, f. 22. september 1913 í Neðri-Dal u. V-Eyjafjöllum, d. 29. nóvember 2005 á Hrafnistu í Hafnarfirði, og kona hans Kristbjörg Kristjánsdóttir frá Heiðarbrún, húsfreyja, f. 8. apríl 1921, d. 24. nóvember 1999.

Börn Kristbjargar og Leós:
1. Elín Guðbjörg Leósdóttir, f. 17. október 1942 á Velli. Maður hennar er Konráð Guðmundsson frá Landlyst, f. 30. desember 1938.
2. Fjóla Leósdóttir, f. 7. október 1949 á Breiðabólstað. Maður hennar er Guðjón Þorvaldsson, f. 23. september 1949.

Fjóla var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Guðjón giftu sig 1968, eignuðust fjögur börn. Þau hafa búið í Kópavogi og Mosfellsbæ.

I. Maður Fjólu, (16. júní 1968 í Kópavogi), er Guðjón Þorvaldsson múrarameistari, f. 23. september 1949. Foreldrar hans voru Þorvaldur Guðjónsson leigubílstjóri, f. 14. nóvember 1913, d. 8. júlí 1984 og Inger Marie Jensdóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1921, d. 7. september 2015.
Börn þeirra:
1. María Lea Guðjónsdóttir kennari, f. 9. apríl 1968. Maður hennar Ólafur Borgþórsson.
2. Þorvaldur Guðjónsson verkfræðingur, f. 3. desember 1971. Fyrrum kona hans Hrönn Grétarsdóttir.
3. Elín Kristbjörg Guðjónsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 4. október 1977. Sambýlismaður hennar Hilmar Harðarson.
4. Guðjón Bjarki Guðjónsson húsasmiður, verslunarmaður, f. 1. desember 1987. Kona hans Guðbjörg Þorgeirsdóttir.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.