Hólmfríður Ólafsdóttir (hjúkrunarforstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. mars 2024 kl. 09:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. mars 2024 kl. 09:49 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Hólmfríður Sólveig Ólafsdóttir.

Hólmfríður Sólveig Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur, hjúkrunarforstjóri fæddist 4. nóvember 1936 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Ólafur Ingi Þórðarson mjólkurfræðingur í Borgarnesi, f. 9. júlí 1909 í Hafnarfirði, d. 31. janúar 1990, og fyrri kona hans Aðalheiður Knudsen kaupkona í Reykjavík, f. 10. nóvember 1910, d. 7. maí 1979.

Hólmfríður tók próf í Verslunarskóla Íslands 1954, lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands í október 1958.
Hún var hjúkrunarfræðingur á fæðingar- og lyflækningadeild Landspítalans frá nóvember 1958 til apríl 1960, Sahlgrenska sjukhuset í Gautaborg frá maí 1960 til nóvember 1960, á lyflækninga- og fæðingadeild Landspítalans frá nóvember 1960 til ágúst 1961.
Hólmfríður vann hjá heilsuverndinni í Eyjum frá september 1961 til september 1963, á læknastofum í Eyjum 1965-1971 og síðan skólahjúkrunarstörf til Goss. Þá vann hún hjá Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík í eitt og hálft ár. Hún flutti heim 1974 og vann hjá Heilsuvernd í Eyjum, varð hjúkrunarforstjóri þar 1980-1997, en að síðustu vann hún í Hraunbúðum 1997-2006, er hún hætti hjúkrunarstörfum.
Þau Guðjón giftu sig 1961, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Austurvegi 22, en hafa búið á Túngötu 21 frá 1967.

I. Maður Hólmfríðar Sólveigar, (12. ágúst 1961), er Guðjón Þorvarður Ólafsson frá Gíslholti, gjaldkeri, myndlistarmaður, bæjarlistamaður, trillukarl, f. 1. nóvember 1935, d. 8. janúar 2023.
Börn þeirra:
1. Ólafur Týr Guðjónsson framhaldsskólakennari, stærðfræðikennari, f. 25. september 1963. Barnsmóðir hans Laufey Ólafsdóttir. Kona hans Jóhanna Alfreðsdóttir.
2. Ósvaldur Freyr Guðjónsson bifreiðastjóri, tónlistarkennari, f. 6. október 1964. Fyrrum sambýliskona Súsanna Vilhjálmsdóttir. Síðari sambýliskona var Hólmfríður Sigrún Gylfadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Hólmfríður.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.