Ólafur Týr Guðjónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Týr Guðjónsson framhaldsskólakennari, stærðfræðikennari fæddist 25. september 1963.
Foreldrar hans Guðjón Þorvarður Ólafsson myndlistarmaður, f. 1. nóvember 1935, d. 8. janúar 2023, og kona hans Hólmfríður Sólveig Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur, hjúkrunarforstjóri, f. 4. nóvember 1935.

Börn Hólmfríðar og Guðjóns:
1. Ólafur Týr Guðjónsson framhaldsskólakennari, stærðfræðikennari, f. 25. september 1963. Barnsmóðir hans Laufey Ólafsdóttir. Kona hans Jóhanna Alfreðsdóttir.
2. Ósvaldur Freyr Guðjónsson bifreiðastjóri, tónlistarkennari, f. 6. október 1964. Fyrrum sambýliskona Súsanna Vilhjálmsdóttir. Síðari sambýliskona Hólmfríður Sigrún Gylfadóttir.

Ólafur eignaðist barn með Laufeyju 1986.
Þau Jóhanna giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa við Dverghamar 41.

I. Barnsmóðir Ólafs Týs er Laufey Þóra Ólafsdóttir, f. 17. mars 1967.
Barn þeirra:
1. Eva Ólafsdóttir, f. 2. maí 1986 í Rvk.

II. Kona Ólafs Týs er Jóhanna Alfreðsdóttir, húsfreyja, grunnskólakennari, f. 29. október 1965.
Börn þeirra:
2. Bjartur Týr Ólafsson, f. 13. nóvember 1993.
3. Ólafur Freyr Ólafsson, f. 16. febrúar 1996.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.