Helgi Guðmundsson (Heiðarbýli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. janúar 2019 kl. 20:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. janúar 2019 kl. 20:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Helgi Guðmundsson (Heiðarbýli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Helgi Guðmundsson frá Þórkötlustöðum í Grindavík, verkamaður, sjómaður fæddist 8. október 1881 og lést 30. mars 1937.
Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson bóndi, sjómaður, útgerðarmaður, f. 14. nóvember 1847, d. 13. mars 1894, og kona hans Guðlaug Einarsdóttir húsfreyja f. 28. september 1843, d. 20. september 1938.

Börn Guðlaugar og Guðmundar í Eyjum:
1. Jón Ágúst Guðmundsson útgerðarmaður, fiskimatsmaður, f. 1. ágúst 1878, d. 18. mars 1967.
2. Helgi Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 8. október 1881, d. 30. mars 1937.
3. Einarína Guðmundsdóttir verslunarmaður, kennari, f. 11. janúar 1985, d. 30. janúar 1965.

Helgi var með foreldrum sínum til unglingsára, en faðir hans lést 1894. Hann var hjú á Þórkötlustöðum 1901, sjómaður í Reykjavík 1910.
Þau Eyrún fluttust til Eyja 1920 með þrjú börn sín, bjuggu í Birtingarholti 1921 og 1922, í Ásnesi 1923 og 1924, eignuðust Inga á því ári. Þau voru komin í Heiðarbýli, Brekastíg 6 1927 og 1930, og bjuggu þar, er þau eignuðust tvíburana Huldu og Fjólu, en fluttust til Reykjavíkur á því ári, bjuggu þá á Klapparstíg 42.

Kona Helga var Einarína Eyrún Helgadóttir húsfreyja, verkakona, f. 16. maí 1891, d. 31. maí 1980.
Börn þeirra voru:
1. Guðmundur Helgason húsgagnasmíðameistari, umsjónarmaður í Reykjavík, f. 6. nóvember 1911, d. 13. febrúar 1999.
2. Guðlaug Helgadóttir verslunarmaður, f. 9. nóvember 1913, d. 8. febrúar 1988.
3. Sigdór Helgason verkamaður í Reykjavík, f. 18. janúar 1917, d. 30. mars 2012.
4. Ingi Ragnar Helgason lögfræðingur, varaþingmaður, borgarfulltrúi í Reykjavík, forstjóri m.m., f. 29. júlí 1924 í Ásnesi, d. 10. mars 2000.
5. Fjóla Helgadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 4. september 1930 í Heiðarbýli, d. 1. júlí 2015.
6. Hulda Helgadóttir ritari í Reykjavík, f. 4. september 1930 í Heiðarbýli, d. 1. maí 1995.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.