Guðmundur Helgason (Heiðarbýli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Helgason húsgagnasmíðameistari, starfsmaður Seðlabankans fæddist 6. nóvember 1911 í Reykjavík og lést 13. febrúar 1999 á Landakotsspítala.
Foreldrar hans voru Helgi Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 8. október 1881, d. 30. mars 1937, og kona hans Einarína Eyrún Helgadóttir húsfreyja, verkakona, f. 16. maí 1891, d. 31. maí 1980.

Börn Eyrúnar og Helga voru:
1. Guðmundur Helgason húsgagnasmíðameistari, umsjónarmaður í Reykjavík, f. 6. nóvember 1911, d. 13. febrúar 1999.
2. Guðlaug Helgadóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 9. nóvember 1913, d. 8. febrúar 1988.
3. Sigdór Helgason verkamaður í Reykjavík, f. 18. janúar 1917, d. 30. mars 2012.
4. Ingi Ragnar Helgason lögfræðingur, varaþingmaður, borgarfulltrúi í Reykjavík, forstjóri m.m., f. 29. júlí 1924 í Ásnesi, d. 10. mars 2000.
5. Fjóla Helgadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 4. september 1930 í Heiðarbýli, d. 1. júlí 2015.
6. Hulda Helgadóttir húsfreyja, ritari í Reykjavík, f. 4. september 1930 í Heiðarbýli, d. 1. maí 1995.

Guðmundur var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Eyja 1920, bjó hjá þeim í Birtingarholti, Ásnesi og Heiðarbýli.
Hann fluttist til Reykjavíkur 1927, komst á smíðanámssamning 1928, sem hann lauk 1932, lauk sveinsprófi 1936, fékk meistararéttindi 1942.
Guðmundur vann við iðn sína í rúm 30 ár, lengst með þremur félögum sínum á eigin vinnustofu.
Hann varð umsjónarmaður með fasteignum Seðlabanka Íslands, en síðar sem stjórnandi biðstofu bankastjórnar. Því starfi hélt hann til áttatíu og eins árs aldurs.

Guðmundur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona Guðmundar, (1931), var Hansína Ingibjörg Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 22. apríl 1904 á Blönduósi, d. 2. júlí 1968. Foreldrar hennar voru Christian Björn Berndsen verslunarmaður, verkamaður, f. 23. nóvember 1876, d. 9. febrúar 1968, og Guðríður Þorvaldsdóttir húsfreyja, ljósmóðir á Skagaströnd, Blönduósi og Reykjavík, f. 20. september 1875, d. 10. október 1930.
Börn þeirra:
1. Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 22. nóvember 1931, d. 1. júlí 1994. Hún var þrígift: I. Louis Palumbo, II. Einar Gunnar Ásgeirsson, III. Sverrir Einarsson.
2. Arnar Guðmundsson, f. 10. desember 1944. Kona hans er Sigríður Guðmundsdóttir.
Fóstursonur Guðmundar, sonur Guðríðar og Louis Palumbo er
3. Ásgeir Guðmundsson bókbindari, f. 17. febrúar 1954. Kona hans er Erla Hallbjörnsdóttir.

II. Síðari kona Guðmundar, (1972), var Elsa Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 22. júlí 1935 á Ísafirði, d. 16. október 2018. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónatansson bóndi, verkamaður á Fossum í Skutulsfirði, f. 4. september 1888, d. 4. október 1955, og Daðey Guðmunda Þórdís Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 30. ágúst 1896, d. 17. júlí 1988.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.