Sigdór Helgason
Sigdór Helgason frá Heiðarbýli, verkamaður í Reykjavík fæddist 18. janúar 1917 að Laugavegi 72 í Reykjavík og lést 30. mars 2012 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Helgi Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 8. október 1881, d. 30. mars 1937, og kona hans Einarína Eyrún Helgadóttir húsfreyja, verkakona, f. 16. maí 1891, d. 31. maí 1980.
Börn Eyrúnar og Helga voru:
1. Guðmundur Helgason húsgagnasmíðameistari, umsjónarmaður í Reykjavík, f. 6. nóvember 1911, d. 13. febrúar 1999.
2. Guðlaug Helgadóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 9. nóvember 1913, d. 8. febrúar 1988.
3. Sigdór Helgason verkamaður í Reykjavík, f. 18. janúar 1917, d. 30. mars 2012.
4. Ingi Ragnar Helgason lögfræðingur, varaþingmaður, borgarfulltrúi í Reykjavík, forstjóri m.m., f. 29. júlí 1924 í Ásnesi, d. 10. mars 2000.
5. Fjóla Helgadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 4. september 1930 í Heiðarbýli, d. 1. júlí 2015.
6. Hulda Helgadóttir húsfreyja, ritari í Reykjavík, f. 4. september 1930 í Heiðarbýli, d. 1. maí 1995.
Sigdór var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Eyja 1920, bjó hjá þeim í Birtingarholti, Ásnesi og Heiðarbýli og fluttist með þeim til Reykjavíkur 1930, bjó með þeim þá á Klapparstíg 42.
Þau Guðrún Sigríður giftu sig 1940, eignuðust þrjú börn.
Guðrún Sigríður lést 2010 og Sigdór 2012.
I. Kona Sigdórs, (12. október 1940), var Guðrún Sigríður Eggertsdóttir húsfreyja, f. 18. febrúar 1922, d. 7. maí 2010. Foreldrar hennar voru Eggert Bjarnason á Framnesvegi 37 1920, f. 6. ágúst 1887, d. 2. október 1966, og kona hans Ólafía Þóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. október 1892, d. 9. ágúst 1955.
Börn þeirra:
1. Björk Sigdórsdóttir, f. 14. apríl 1941. Maður hennar var Ingi B. Sigurðsson, látinn.
2. Rúnar Helgi Sigdórsson, f. 11. júlí 1942, d. 17. maí 2001. Kona hans var Helga Helgadóttir.
3. Birgir Þór Sigdórsson, f. 18. apríl 1950. Kona hans er Sigrún Ólafsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaið 19. apríl 2012. Minnig.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.