Þórhalla Friðriksdóttir (Löndum)
Þórhalla Friðriksdóttir (Halla) húsfreyja á Löndum og í Keflavík fæddist 15. apríl 1915 að Rauðhálsi í Mýrdal og lést 7. nóvember 1999.
Foreldrar hennar voru Friðrik Vigfússon bóndi á Rauðhálsi, f. 2. apríl 1871 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, d. 17. nóvember 1916 á Rauðhálsi og kona hans Þórunn Sigríður Oddsdóttir húsfreyja, f. 5. júlí 1875 í Pétursey í Mýrdal, d. 23. júlí 1959 í Eyjum.
Sjá mynd á síðu Þórunnar Sigríðar Oddsdóttur.
Þórhalla (Halla) var þrígift:
I. Fyrsti maður hennar (3. febrúar 1934) var Þorvaldur Guðjónsson skipstjóri frá Sandfelli, f. 10. mars 1893, d. 18. apríl 1959. Þau skildu. Þau voru barnlaus, en eignuðust kjörbarn:
1. Harpa Þorvaldsdóttir húsfreyja í Reykjanesbæ, frænka Þórhöllu og Þorvaldar, f. 8. febrúar 1938.
II. Annar maður hennar (8. september 1949) var Ásmundur Friðriksson skipstjóri, síðar framkvæmdastjóri í Keflavík, f. 31. ágúst 1909, d. 17. nóvember 1963.
Börn þeirra:
2. Ása Ásmundsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 7. febrúar 1950.
3. Árni Ásmundsson verslunarmaður, f. 21. desember 1951.
III. Þriðji maður hennar (20. ágúst 1966) Brynjólfur Þorgrímur Hallgrímsson frá Felli í Mýrdal, f. 27. maí 1913 á Felli, d. 18. október 1991. Þau Þórhalla bjuggu í Kópavogi.
Brynjólfur var bróðir Þorgerðar fyrrum konu Oddsteins Friðrikssonar og Elísabetar konu Sigurðar Friðrikssonar.
Eftir lát föður síns ólst Þórhalla í fyrstu upp hjá frænda sínum á Hvoli í Mýrdal, Eyjólfi Guðmundssyni og konu hans Arnþrúði Guðjónsdóttur. Hún fluttist síðan með móður sinni til Eyja 1921, til Sigurðar bróður síns.
Þórhalla vann verslunarstörf um árabil.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Skipstjóra-og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
- Morgunblaðið. Minning 16. nóvember 1999.
- Íslendingabók.is.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.