Guðrún Anna Oddsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. nóvember 2018 kl. 11:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. nóvember 2018 kl. 11:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðrún Anna Oddsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún Anna Oddsdóttir.

Guðrún Anna Oddsdóttir frá Fagradal, húsfreyja í Reykjavík fæddist 31. desember 1910 á Skjaldbreið og lést 19. ágúst 2000 á Vífilsstöðum.
Foreldrar hennar voru Oddur Jónsson útgerðarmaður, netagerðarmaður, f. 4. mars. 1877, d. 26. mars 1927, og kona hans Ingiríður Ingimundardóttir, f. 15. ágúst 1873, d. 17. apríl 1959.

Börn Ingiríðar og Odds í Eyjum:
1. Árni Bergmann Oddsson skipstjóri, síðar bifreiðastjóri, verkstjóri í Reykjavík, f. 31. júlí 1909 á Skjaldbreið, d. 19. mars 1972.
2. Guðrún Anna Oddsdóttir, f. 31. desember 1910 á Skjaldbreið, húsfreyja í Reykjavík, d. 19. ágúst 2000.

Móðursystkini Guðrúnar Önnu í Eyjum:
1. Helgi Backmann Ingimundarson skipstjóri, f. 25. september 1870, d. 27. nóvember 1952.
2. Árni Ingimundarson skipstjóri, f. 6. janúar 1877, d. 1. apríl 1908.
3. Sigurður Ingimundarson útgerðarmaður, skipstjóri, f. 22. maí 1878, d. 5. apríl 1962.
4. María Ingimundardóttir, húsfreyja, f. 26. mars 1882, d. 3. apríl 1935.

Guðrún Anna var með foreldrum sínum í æsku. Hún fluttist til Reykjavíkur um tvítugt, giftist Sæmundi 1937, eignaðist þrjú börn. Þau bjuggu lengst á Þorfinnsgötu 14, en frá 1971 í Byggðarenda 16 í Reykjavík.
Sæmundur lést 1984 og Guðrún Anna árið 2000.

I. Maður Guðrúnar Önnu, (16. október 1937), var Sæmundur Pálsson múrarameistari í Reykjavík, f. 28. júlí 1908 í Reykjavík, d. 16. apríl 1984. Foreldrar hans voru Páll Einarsson frá Eystri-Loftsstöðum í Flóa, sjómaður, f. þar 5. júlí 1877, d. 13. júní 1958, og kona hans Sigrún Sæmundsdóttir húsfreyja frá Móhúsum á Stokkseyri, f. þar 2. september 1875, d. 15. apríl 1949.
Börn þeirra:
1. Oddur Sæmundsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 9. júní 1939. Kona hans er Unnur Jóna Sigurjónsdóttir.
2. Páll Sæmundsson múrari í Reykjavík, f. 4. mars 1941.
3. Ingi Sæmundsson húsgagnabólstrari, bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 15. nóvember 1945. Kona hans er Steinunn Bjarnadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 29. ágúst 2000. Minning.
  • Múraratal og steinsmiða. 2. útgáfa, aukin. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ámundason. Þjóðsaga 1993.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.