Vilborg Guðlaugsdóttir (Hæli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. nóvember 2018 kl. 12:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. nóvember 2018 kl. 12:22 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Vilborg Guðlaugsdóttir húsfreyja á Hæli fæddist 29. október 1892 í Hallgeirsey í A-Landeyjum og lést 29. október 1932.
Foreldrar hennar voru Guðlaugur Nikulásson bóndi og formaður við Sandinn og í Eyjum, f. 22. júlí 1849 í Efri-Vatnahjáleigu í A-Landeyjum, d. 27. desember 1930 í Hallgeirsey, og kona hans Margrét Hróbjartsdóttir húsfreyja, f. 27. júní 1848, d. 6. febrúar 1916.

Börn Margréta og Guðlaugs – í Eyjum:
1. Hróbjartur Guðlaugsson í Landlyst bóndi á Kúfhól í A-Landeyjum, síðar verkamaður í Landlyst, f. 28. júlí 1876, d. 9. janúar 1958, kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur húsfreyju, f. 16. október 1864, d. 1. mars 1927, en þau voru foreldrar
a) Guðmundar Hróbjartssonar skósmiðs, f. 6. ágúst 1903 d. 20. ágúst 1975, kvæntur Þórhildi Guðnadóttur húsfreyju, f. 16. janúar 1912, d. 20. desember 1993.
b) Margrétar Hróbjartsdóttur húsfreyju í Gvendarhúsi, f. 15. september 1910, d. 30. september 2002, gift Guðjóni Guðlaugssyni bónda og sjómanni, f. 3. september 1901, d. 18. janúar 1958.
2. Sigfús Guðlaugsson skósmiður á Sólheimum, f. 16. janúar 1878, d. 9. janúar 1921, kvæntur Kristínu Kristjánsdóttur húsfreyju, síðar á Helluvaði á Rangárvöllum, f. 30. september 1885, d. 12. mars 1958.
3. Vilborg Guðlaugsdóttir húsfreyja á Hæli, f. 29. október 1892, d. 23. október 1932 gift Hannesi Hreinssyni fiskimatsmanni, f. 2. október 1892, d. 28. maí 1983 .

Sonur Guðlaugs og Guðrúnar Björnsdóttur var
4. Jón Guðlaugsson lögregluþjónn og skósmiður, f. 5. maí 1872, d. 6. nóvember 1967.
Börn Jóns Guðlaugssonar og Steinunnar Guðnýjar Guðjónsdóttur – í Eyjum:
Börn þeirra hér:
1. Lilja Karlotta Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 8. september 1899, d. 19. nóvember 1971.
2. Sigurragna Magnea Jónsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 25. október 1905, d. 20. desember 1995. Maður hennar var Júlíus Þórarinsson, f. 5. júlí 1906.
3. Guðrún Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. maí 1902, d. 24. mars 1991.
4. Helga Vibekka Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. nóvember 1911, d. 5. júní 1990.

II. Barnsmóðir Jóns Guðlaugssonar var Guðrún Guðný Jónsdóttir vinnukona frá Hallgeirsey í A-Landeyjum, f. 10. janúar 1873, d. 9. september 1957.
Barn þeirra var
5. Guðjón Jónsson rakari, f. 23. janúar 1912 í Nýjabæ, d. 16. janúar 1998 í Reykjavík.

Vilborg og Hannes fluttust til Eyja 1920 og giftu sig á því ári, bjuggu þá á Garðstöðum, en í Breiðholti við manntal síðar á árinu. Þar fæddist Magnea 1922.
Þau Vilborg og Hannes og Sigurður Sigurðsson hófu byggingu Hælis 1922. Hannes og Vilborg fluttu í húsið 1923 og bjuggu þar síðan, eignuðust þrjú börn.
Vilborg lést 1932. Hannes bjó áfram á Hæli, kvæntist aftur 1935, Jóhönnu Sveinsdóttur, sem hann missti 1949. Þriðju konuna Vilhelmínu Jónasdóttur eignaðist hann 1952. Hann lést 1983.

I. Maður Vilborgar, (12. júní 1920), var Hannes Hreinsson fiskimatsmaður á Hæli, f. 2. október 1892 í Selshjáleigu í A-Landeyjum, d. 28. maí 1983.

ctr
Börn Vilborgar og Hannesar.
Jóna Bergþóra, Ásta Sigríður og Magnea Guðlaug.

Börn Hannesar og Vilborgar:
1. Magnea G. Hannesdóttir Waage húsfreyja, verslunarmaður, f. 21. desember 1922 í Breiðholti, d. 4. júlí 2017.
2. Jóna Bergþóra Hannesdóttir, f. 27. mars 1925 á Hæli, d. 10. febrúar 2010.
3. Ásta Sigríður Hannesdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 10. mars 1929 á Hæli.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.