Nikólína Eyjólfsdóttir (Laugardal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. október 2018 kl. 19:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. október 2018 kl. 19:48 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Nikólína Eyjólfsdóttir í Laugardal, húsfreyja fæddist 25. mars 1887 í Vallarhúsi u. Eyjafjöllum og lést 29. júní 1973. Nafn hennar er Nikulína í prestþjónustubók.
Faðir hennar var Eyjólfur bóndi á Mið-Grund u. Eyjafjöllum, f. 12. ágúst 1861, d. 28. febrúar 1938, Jónsson, þá vinnumaður í Vallnatúni þar, f. 1833, d. 1876, Stefánssonar bónda í Berjanesi þar, f. 1805, d. 23. apríl 1868, Þorvaldssonar og konu Stefáns, Evlalíu húsfreyju, f. 1794, d. 1843, Benediktsdóttur.
Móðir Eyjólfs á Mið-Grund og kona Jóns vinnumanns í Vallnatúni var Rannveig húsfreyja, f. 11. nóvember 1837, Eyjólfsdóttir bónda í Vallnatúni, f. 1800, Andréssonar, og konu hans Oddnýjar húsfreyju, f. 1795, Þórarinsdóttur.

Móðir Nikólínu Eyjólfsdóttur og kona Eyjólfs bónda á Mið-Grund var Jóhanna húsfreyja, f. 20. maí 1858, d. 7. október 1914, Jónsdóttir bónda í Vesturholtum, f. 31. ágúst 1824, d. 29. maí 1869, Gunnsteinssonar bónda í Kerlingardal í Mýrdal, f. 22. október 1800 í Hörgsdal á Síðu, d. 8. nóvember 1881 í Hvammi í Skaftártungu, Runólfssonar, og konu Gunnsteins, Ragnhildar húsfreyju, f. 6. maí 1802, d. 24. ágúst 1886, Jónsdóttur.
Móðir Jóhönnu Jónsdóttur og kona Jóns Gunnsteinssonar var Sigríður húsfreyja, f. 1823, d. 13. maí 1865, Jónsdóttir, bónda í Vesturholtum, f. 1792, Jónssonar, og konu Jóns Jónssonar, Ragnhildar húsfreyju, f. 1788 á Höfðabrekku í Mýrdal, d. 25. maí 1866, Gísladóttur.

Börn Eyjólfs Jónssonar og Jóhönnu Jónsdóttur í Eyjum voru:
1. Nikólína Eyjólfsdóttir húsfreyja í Laugardal, f. 25. mars 1887, d. 29. júní 1973. Maður hennar var Eyjólfur Sigurðsson formaður og smiður.
2. Gunnsteinn Eyjólfsson verkamaður, sjómaður í Stafholti, f. 14. mars 1893, d. 27. mars 1972. Kona hans var Gróa Þorleifsdóttir, húsfreyja, verkakona.
3. Rannveig Eyjólfsdóttir húsfreyja í Hlíðardal, f. 9. september 1896, d. 15. september 1982. Maður hennar var Guðjón Jónsson skipstjóri.
3. Guðrún Eyjólfsdóttir húsfreyja á Faxastíg 31, f. 4. febrúar 1898, d. 29. nóvember 1980. Maður hennar var Einar Ingvarsson frá Hellnahóli.

Nikólína var með foreldrum sínum í æsku. Þau Eyjólfur Jónsson fluttust til Eyja 1914, giftu sig 1915.

Börn Eyjólfs og Nikólínu.

Þau eignuðust níu börn, misstu þrjú þeirra í bernsku og eitt 18 ára. Auk þess ólu þau upp Ágústu dóttur Sigríðar dóttur sinnar.
Þau bjuggu í Bræðraborg við giftingu, í Hraungerði 1916 og í byrjun árs 1917, en voru komin að Laugardal í árslok og bjuggu þar síðan.
Eyjólfur drukknaði í Höfninni 1957, en Nikólína lést 1973, jarðsett í Ásólfsskálakirkjugarði.

I. Maður Nikólínu, (12. maí 1915), var Eyjólfur Sigurðsson formaður, smiður, f. 25. febrúar 1885, d. 31. desember 1957.
Börn þeirra voru:
1. Jóhanna Laufey Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 3. október 1915 í Bræðraborg, d. 9. desember 1984.
2. Óskar Eyjólfsson skipstjóri, f. 10. janúar 1917 í Hraungerði, drukknaði 23. febrúar 1953.
3. Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, f. 24. maí 1918 í Laugardal, d. 23. mars 1920.
4. Guðmunda Alda Eyjólfsdóttir, f. 18. nóvember 1919 í Laugardal, d. 23. mars 1920.
5. Guðmundur Sigurbjörn Eyjólfsson, f. 10. júní 1921, d. 9. september 1923.
6. Sigríður Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 16. desember 1922 í Laugardal, d. 25. október 1994.
7. Ágústa Eyjólfsdóttir, f. 27. ágúst 1924 í Laugardal, d. 20. október 1942.
8. Ragnar Eyjólfsson sjómaður, skipstjóri, f. 7. mars 1928 í Laugardal, d. 6. september 2015.
9. Sigríður Alda Eyjólfsdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 19. mars 1930 í Laugardal, d. 20. janúar 2010.
Fósturbarn hjónanna, dóttir Sigríðar dóttur þeirra og Péturs Þorbjörnssonar, er
10. Ágústa Pétursdóttir, f. 3. febrúar 1943.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.