Ágústa Eyjólfsdóttir (Laugardal)
Ágústa Eyjólfsdóttir frá Laugardal fæddist þar 27. ágúst 1924 og lést 20. október 1942.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Sigurðsson frá Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum, formaður, smiður í Laugardal, f. 25. febrúar 1885, drukknaði 31. desember 1957, og kona hans Nikólína Eyjólfsdóttir frá Mið-Grund þar, húsfreyja, f. 25. mars 1887, d. 29. júní 1973.
Börn Nikólínu og Eyjólfs voru:
1. Jóhanna Laufey Eyjólfsdóttir húsfreyja, saumakona, f. 3. október 1915 í Bræðraborg, d. 9. desember 1984.
2. Óskar Eyjólfsson skipstjóri, f. 10. janúar 1917 í Hraungerði, drukknaði 23. febrúar 1953.
3. Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, f. 24. maí 1918 í Laugardal, d. 23. mars 1920.
4. Guðmunda Alda Eyjólfsdóttir, f. 18. nóvember 1919 í Laugardal, d. 23. mars 1920.
5. Guðmundur Sigurbjörn Eyjólfsson, f. 10. júní 1921, d. 9. september 1923.
6. Sigríður Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 16. desember 1922 í Laugardal, d. 25. október 1994.
7. Ágústa Eyjólfsdóttir, f. 27. ágúst 1924 í Laugardal, d. 20. október 1942.
8. Ragnar Eyjólfsson sjómaður, skipstjóri, f. 7. mars 1928 í Laugardal, d. 6. september 2015.
9. Sigríður Alda Eyjólfsdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 19. mars 1930 í Laugardal, d. 20. janúar 2010.
Fósturbarn hjónanna, dóttir Sigríðar dóttur þeirra og Péturs Þorbjörnssonar, er
10. Ágústa Pétursdóttir húsfreyja, f. 3. febrúar 1943.
Ágústa var með foreldrum sínum og lést 1942, 18 ára.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.