Eiríkur Sigurðsson (Hruna)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. febrúar 2018 kl. 14:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. febrúar 2018 kl. 14:26 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Eiríkur Sigurðsson.

Eiríkur Sigurðsson frá Hruna sjómaður, útgerðarmaður, verkamaður, bifreiðastjóri fæddist 31. janúar 1931 í Hruna og lést 28. nóvember 2007.
Foreldrar hans voru Sigurður Þorleifsson verkamaður, f. 16. ágúst 1886 á Á á Síðu, V-Skaft., d. 15. maí 1969, og kona hans Margrét Vigdís Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 6. janúar 1898 í Uppsalakoti á Svarfaðardal, Eyjafj.s., d. 19. júlí 1965.

ctr
Börnin í Hruna með foreldrum sínum.
Aftari röð frá vinstri (þrjú börn): Una, Sigríður og Gunnlaugur

Fremri röð frá vinstri (sex börn og foreldrarnir): Eiríkur, Einara, Fjóla, Pálína, Rósa og Margrét.

Börn Margrétar og Sigurðar:
1. Gunnlaugur Sigurðsson sjómaður, f. 20. maí 1921 að Reynifelli við Vesturveg 15b, d. 29. nóv. 1963.
2. Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. í Nikhól við Hásteinsveg 22. júní 1922, d. 22. september 2004.
3. Una Guðrún Rósamunda Sigurðardóttir húsfreyja, f. að Eiðum við Kirkjuveg 6. ágúst 1923, d. 30. apríl 1978.
4. Margrét Þorleifsdóttir Sigurðardóttir húsfreyja, f. 3. febr. 1924 í Sjávarborg við Sjómannasund, d. 26. janúar 2012.
5. Ármann Sigurðsson, f. 6. febrúar 1927 í Sjávarborg, d. 27. mars 1927.
6. Fjóla Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1928 í Hruna við Miðstræti, d. 8. nóvember 2013.
7. Pálína Sigurðardóttir húsfreyja, f. 22. okt. 1929 í Hruna.
8. Eiríkur Sigurðsson sjómaður, útgerðarmaður, verkamaður, bifreiðastjóri f. 31. jan. 1931 í Hruna, d. 28. nóvember 2007.
9. Oddný Sigurrós Sigurðardóttir (Rósa) húsfreyja, f. 1. okt. 1933 í Hruna, d. 25. febrúar 2013.
10. Einara Sigurðardóttir húsfreyja, f. 11. jan. 1936 í Hruna.
Barn Margrétar:
12. Pétur Sveinsson, f. 16. maí 1918 í Baldurshaga á Fáskrúðsfirði, bifreiðastjóri, síðast í Reykjavík, d. 8. september 1985.
Fósturbarn þeirra, dóttir Unu, er
13. Þorgerður Sigurvinsdóttir húsfreyja í Eyjum, síðar í Kópavogi, f. 8. október 1943.

Eiríkur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann bjó með Sigríði í Hruna, en á Faxastíg 5 1949. Þau giftu sig 1952, eignuðust fimm börn, fluttust að Jómsborg, bjuggu þar í nokkur ár. Þau keyptu Sjávargötu 1957, misstu það, fluttust þá í Sandgerði og síðan að Mosfelli og þar bjó fjölskyldan til Goss.
Eiríkur fór til sjós 15 ára, stofnaði til útgerðar á bátnum Víkingi VE 133 og var með hann í 4-5 ár, en missti hann og hús sitt í gjaldþroti.
Þá vann hann hjá Áhaldahúsinu fram að Gosi, var m.a. ýtustjóri við malartekju í Helgafelli.
Eftir Gos var hann bifreiðastjóri á Bifreiðastöðinni um skeið, en vann síðan ýmis störf í Eyjum til 1999.
Eftir gosið bjuggu þau á Hólagötu 48 í 4-5 ár. Þá byggðu þau húsið að Túngötu 28 og bjuggu þar uns þau fluttust á Selfoss 1999.
Eiríkur lést 2007. Sigríður Sæunn býr nú í Mosfellsbæ.

I. Kona Eiríks, (13. apríl 1952), var Sigríður Sæunn Sigurðardóttir frá Ísafirði, húsfreyja, f. 20. febrúar 1933.
Börn þeirra:
1. Gísli Sigurður Eiríksson vélstjóri, kennari við Framhaldsskólann í Eyjum, f. 13. apríl 1951. Kona hans er Sigþóra Jónatansdóttir.
2. Margrét Vigdís Eiríksdóttir húsfreyja, félagsliði við heimahjúkrun í Kópavogi, f. 4. desember 1952. Maður hennar er Sigurður Örn Karlsson.
3. Elísabet Guðfinna Eiríksdóttir húsfreyja, dagmóðir í Mosfellsbæ, f. 8. febrúar 1955. Maður hennar er Björn Heimir Sigurbjörnsson.
4. Sólveig Bryndís Eiríksdóttir húsfreyja, starfskona á sambýli fatlaðra, f. 16. júlí 1959.
5. Þröstur Gunnar Eiríksson sjómaður, iðnverkamaður á Selfossi, f. 4. ágúst 1966. Fyrri kona hans var Svanhildur Svansdóttir. Síðari kona hans er Svetlans Balinskaya.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.